Úrval - 01.10.1973, Qupperneq 128
126
ÚRVAL
ur og skrifaði tölur, blaðsíðu eftir
blaðsíðu, og vafamál að hann hafi
haft nokkurt tæki við útreikninga
sína, nema þá ef til vill prik, sem
hann stakk niður. Sjálfsagt hefur
hann byggt á einhverjum og eldri
heimildum, en ekki hafa þær heim-
ildir þó fundizt svo vitað sé. Mað-
ur þessi hét Oddi og var Helgason,
kallaður Stjörnu-Oddi, en töflur
hans eru varðveittar í handriti frá
því um 1100. Sólarhæðartöflur
Stjörnu-Odda hafa verið til ómet-
anlegs gagns fyrir sæfara. Með þeim
gat leiðsögumaðurinn, eins og hann
er stundum nefndur, bæði reiknað
sig áfram yfir hafið og komizt á
rétta leið úr hafvillum.
Hér hefur verið stiklað á stóru,
en um þessi mál hefur áðurnefnd-
ur Ramskou safnvörður ritað bók,
sem nú hefur m. a. verið þýdd á
sænsku, og eru þar þessum málum
gerð mikil skil og góð.
Það er ef til vill ekki furða, þótt
víkingar hafi fyrstir manna í sög-
unni vogað sér út á hinn víða sæ,
hafi þeir haft það, sem hér hefur
aðeins verið nefnt, sér til hjálpar
— og hver veit nema þeir hafi vit-
að sitthvað fleira, þótt hvergi sé
nefnt. Helztu heimildir um sigling-
ar norrænna manna, íslenzkar bæk-
ur fornar, eru kunnar að því, fræði-
mönnum til mikillar skapraunar,
að nefna lauslega eða ekki það, sem
hversdagslegt var, og því vita menn
einatt lítið um daglegt líf manna og
störf. Hitt er svo annað mál, að það
siglir enginn í blindni frá Noregi
til Grænlands (án viðkomu á ís-
landi eða annarsstaðar) án þess að
kunna allverulega til siglinga. Ella
Þetta er blindflugskompás í flug-
vélum SAS. Xækið byggist á sömu
grundvallaratriðum og hinn frum-
stæði sólarsteinn víkinganna.
væri það heimska og áhættuspil, og
norrænir menn voru engir hugsun-
arlausir bálfar, um það ber sagan
gleggstan vott. Maður nokkur rauð-
hærður, sem útlægur var gerður
frá íslandi, lagði upp í ferð, sem
stóð í þrjú ár. Það er ætlað að þessi
rauðhærði ævintýramaður hafi far-
ið um 5000 km vegalengd og það
um haf, sem að jafnaði er talið til
hættuslóða. Þetta gerir enginn
blábjáni, sem tekur í blindni hvaða
áhættu, sem er, enda var maðurinn