Úrval - 01.05.1976, Page 62
60 ÚRVAL
Mósebók að leiðarljósi, að heimurinn októbermánaðar klukkan níu um
hefði verið skapaður árið 4004 fyrir morguninn.
Krist, á tuttugasta og þriðja degi ★
VAR GONDWANALAND TIL?
Kunnur sovéskur jarðfræðingur, prófessor M. Ravitsj, fullyrðir, að
fram hafl komið nýjar sannanir fyrir því, að fyrir langa löngu hafi verið
til Gondwanaland, sem var risastórt meginland, þar sem allir málmar
voru myndaðir á sama tíma og voru eins að samsetningu. Fyrir um það
þil 200 milljón árum klofnaði Gondwanaland í mörg stór meginlönd,
sem nú mynda Astralíu, Antarktis, Suður-Ameríku, Afríku og
Hindústan.
Prófessor Ravitsj hefur komist að þessari niðurstöðu á grundvelli
samanburðar sýna bergtegunda, sem hann hefur aflað sér í Ástralíu, svo
og sýnishorn, sem sovéskir vísindamenn hafa komið með heim frá
Antarktis. Hefur hann komist að þeirri niðurstöðu, að fjöllin í Ástralíu
og á Antarktis séu sömu tegundar.
Það var farið að rökkva og ég var á leiðinni heim til mín. Á leiðinni
þurfti ég að fara yfir óþyggt svæði, sem þakið var dökkum, snjóþungum
trjám. Gegnum drungann sá ég rautt, blikkandi ljós. Þegar ég kom nær,
sá ég að það var viðvörunarljós á langflutningaþíl, sem lagt var á útskot á
veginum. Fleiri þokukennd ljós voru framar á veginum, sem reyndust
vera á fjórum öðrum flutningabílum sem beindu ljósum sínum að sama
staðnum.
í snjófugtinu sá ég nokkrar mannverur hreyfast fram og aftur og gerði
með sjálfum mér ráð fyrir því versta. En mér létti stórum, þegar ég sá
fimm vörubílstjóra vera önnum kafna að búa til snjókarl.
T. L.
Þegar við komum heim úr sumarfríinu, var póstkassinn að venju
fullur af bréfum frá kunningjunum. Sum þeirra voru löng og sögðu
ýtarlega frá atburðum líðandi árs. Þessvegna kom póstkort með
fjölskyldumynd okkur skemmtilega á óvart en aftan á því stóð aðeins:
,,Til að spara pappír með nýjustu fréttum af fjölskyldunni, minnum við
á að ef þig langar til að svala forvitninni þá er símanúmerið 555—4601.
R. L.