Goðasteinn - 01.09.1969, Blaðsíða 8

Goðasteinn - 01.09.1969, Blaðsíða 8
skjótti hafði komið sér svo illa í Eyjum, að hann var dauða- dæmdur. Honum héldu sem sé engin bönd. Hann fór þær götur, er hann fýsti, yfir garða og girðingar og hvað sem fyrir var. Formaður okkar miskunnaði sig yfir klárinn og fannst ferðin heppileg að flytja hann til landsins. Þcgar við mamma vorum komnar út í skipið, þá kom niður á bryggju kona, sem átti heima austur undir Eyjafjöllum. Það var Guðfinna ísleifsdóttir í Drangshlíð. Hún hafði einnig verið búin að fá loforð fyrir að fá að verða með til landsins, og það varð víst líkt hljóðið í vinkonum hennar og vinkonum mömmu, að fá hana til að hætta við ferðalagið, en henni datt það heldur ekki í hug, sagði bara: „Ég fer og þið biðjið fyrir mér.“ Hefur víst ekki talið sér vandara en mömmu og jafnvel ekki síður legið á að komast, því hún var starfandi ljósmóðir í sveit sinni. Við vorum um það að leggja frá bryggju, þegar formanni datt í hug, að betra væri að hafa með segl. Var þá farið að spyrjast fyrir um þau. Jú, þau voru til, en þau voru læst inni í kró, og maðurinn, sem geymdi lykilinn, var nýfarinn upp fyrir Hraun. Það var talinn klukkutíma gangur. Nú voru góð ráð dýr, annað- hvort að fara seglalaus, sem ekki var gott, ef snúa yrði frá lend- ingu við sandinn - því þctta var langur róður fyrir ekki fleiri ræðara en voru á bátnum - eða þá senda eftir lyklinum. Og nú var óðum að falla út, og svo gat farið, að báturinn stæði á þurru með allan farminn. Einn maðurinn bauðst til að fara og sækja lykilinn, og vai það þegið. Hann tók til fóta, og fyrr en varði var hann kominn til baka. Við hugðum þá, að hann væri ekki kominn meir en aðra leiðina. Þessi maður var Isleifur Erlendsson á Hlíðarenda. Geta víst allir trúað því, sem hann muna, að hann hafi verið fljótur til, þegar á lá. Og þá var nú allt í lagi, og lagt var frá bryggju. Ég efast ekk- ert um, að þar hafi staðið cinhver gamall þulur, sem hafi hugsað líkt og gamli þulurinn hjá græði forðum, sem spáði Eggerti Ölafs- syni því, að hann myndi sigla á guðs síns fund. Þegar komið var út yfir leiðina, var lesin sjóferðamannsbæn. Allt gekk svo eins og í sögu, þangað til við vorum komin í kring- 6 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.