Goðasteinn - 01.09.1969, Blaðsíða 25

Goðasteinn - 01.09.1969, Blaðsíða 25
var mikið unnið við þreskingu fræs og korns, einnig að búa rófur undir vetrargeymslu og síðast en ekki sízt varð að flytja fastan og fljótandi áburð út á akra. Kúaþvag var mikið notað á fræ- akra og talið sérstaklega hentugt við ræktun fræs af rýgresi og axhnoðapunti. Á þessu búi voru 12 Pólverjar, og voru þeir ekki látnir vinna með dönsku fólki. Voru þeir hafðir sér og lutu annarri verkstjórn. Virðing Dana fyrir Pólverjum var lítil og fremur litið niður á þá. Þarna var stéttaskipting mikil og var það allt annað en heima á Fróni. Ábúandi (forpagter) jarðarinnar var Selkan Hansen, dugnaðarmaður og formaður í stjórn „Danske Landboforenings Fröforsyning“ í Hróarskeldu. Ekki urðu kynni mín af þeim manni mikil, því að litið var niður á landbúnaðarlærlinga og urðu þeir að halda sig fjarri þeim, sem ofar stóðu í mannfélagsstiganum. Ekki varð dvöl mín löng á þcssum stað því að vegna missættis við yfirmann (forvalter) minn, var mér sagt upp fyrirvaralaust um miðjan janúar. Þarna var vinnuharka og Jangur vinnutími, 11 stundir á dag, ágætis fæði, en kaupið aðeins kr. 50 á mánuði. Nú var ekki um annað að ræða en að leita annað eftir atvinnu. Fór ég til Kaupmannahafnar og ieitaði til ráðningarskrifstofu, og þar var mér útveguð vinna til 1. maí um vorið og skyldi kaupið vera kr. 50,00 á mánuði. Um vinnutíma var ekki rætt og fór svo að hann reyndist oft lengri en á fyrri staðnum. Þetta var bónda- býli, Maglcbjergaard að nafni, rétt við Næstvcd á Suður-Sjálandi. Þarna var erfið vist. Viðurværi var að vísu gott, en bústaður vinnumanna var í útihúsi yfir hænsnastíum búsins, óupphitað her- bergi. Bóndinn þarna var kvæntur ekkju, sem átti tvær laglegar dæt- ur frá fyrra hjónabandi. Var frúin mjög hrædd um dæturnar fyrir okkur, en ekkert kom þó fyrir, cr gæfi tilefni til þess. Var kona þessi hið versta skass. Ekki var vatnsleiðsla í híbýlum sjálfrar fjölskyldunnar, svo að bera þurfti vatnið úr brunni í húsagarðinum. Féll vatnsburður þessi oft í minn hlut. Eitt sinn dróst það eitthvað vegna annríkis að koma með vatnið. Var þá frúin svo reið, að hún kom með glóandi járntein á móti mér og hugðist berja mig með honum. Var Goðasteinn 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.