Goðasteinn - 01.09.1969, Page 39

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 39
vol'u hafði ég unnið allt sumarið. Fékk ég mig lausan frá vinn- unni og bjó mig til ferðar. Labbaði ég mig niður á Ferðaskrif- stofu. Náði ég í áætlunarbifreið að Hvolsvelli, tapaði af Víkur- bílnum, sem farið hafði klukkan 9 árdegis. Nú var komið að Hvolsvelli. Bcið ég þar drjúga stund og hugðist ná í bíl áfram austur. En þegar mér tók að leiðast biðin og var að verða úr- kula vonar, datt mér í hug að ná fundi einhvers í plássinu, sem ég þekkti. Var þar aðeins um tvo aðila að ræða, skólastjóra- hjónin Trúmann Kristiansen og Birnu Frímannsdóttur, en þau höfðu verið með mér í Kennaraskólanum fyrir nokkrum árum. Hélt ég nú gangandi að heimili þeirra skammt fyrir ofan þorpið. En þegar ég var kominn að bústað hjónanna, voru þau ekki heima, höfðu brugðið sér til Reykjavíkur á Sjómannadagskabar- ettinn. Móðir skólastjórans, öldruð kona, Matthea að nafni, tók á móti mér mjög höfðinglega. Beið ég nú fram á kvöld hjá Mattheu og ræddi við hana og þáði veitingar. Skólastjórahjónin komu nú heim. Urðu fagnaðarfundir, því að við höfðum ekki sézt í nokk- ur ár. Hittist nú svo á, að dansleikur var að hefjast í Hvolsskóla. Borgaði Trúmann fyrir mig inn á ballið, ég held 15 krónur, en ckki undum við lengi þarna, en héldum í bifreið á ball að Heima- landi. Var þar óhemju fjör, svo að manni þótti næstum nóg um. Þótti mér sem för mín hefði tekið allmikið hliðarspor, er ég var kominn á ball í stað þess að líta á væntanlegan kcnnslustað. En að skemmtuninni lokinni var haldið heim að Hvoli. Þar tók ég síðan á mig náðir, og svaf fram á næsta dag - að vonum. Sunnu- dagurinn 25. október bauð ckki beint af sér góðan þokka: rign- ing og slydda öðru hverju. Þótti mér Rangárþing ekki bcint yndislegt á að líta. En ckki skyldi til baka snúið. Vissi, að Rangár- þing ætti tii fegurri ásjónu. Eins og áður er getið, var ferðinni heitið að Drangshlíð undir Austur-Eyjafjöllum. Ég var bíllaus sem fyrr, en vonaðist til að ná í eitthvcrt farartæki fyrir kvöldið. En það brást. Nú leit ekki beint vel út. Þá er það, að Trúmann skólastjóri fær mann með mig í bifrcið undir kvöldið. Sá, sem ók farartækinu og átti yfir því að ráða, var Alexander Sigursteins- son frá Djúpadal, verzlunarmaður hjá Kf. Rangæinga á Hvols- velli. Trúmann varð okkur samferða. Að Drangshlíð var nú komið Goðasteinn 37

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.