Goðasteinn - 01.09.1969, Side 54

Goðasteinn - 01.09.1969, Side 54
vonzkuhret, svo ég fór þegar að huga að fénu og vantaði þá eina rolluna. Hún var ung, gulhyrnd og auðkennileg. Sjóarhætt var á þessum slóðum. Þegar ég fór að leita að ánni var rosi og sjóargangur og stór- straumur mikill. Ég fór um svokallað Straumnes í landareigninni, rétt við sjóinn. Lá upp á nesið og bullandi straumur eins og hver inn í fjarðarmynnið. Flæðisker er fram af Straumnesi og kletta- hólmar. Nú var ég staddur þar, sem vel sá um Nesið og sá þá, að kindin var að bíta þar á grund, en þarabunkar voru fyrir neð- an hana. Örstutt var á milli okkar. Hætti hún brátt að naga og góndi á mig og ég á hana. Varð mér fyrst fyrir að komast vel á svig við hana til að varna því, að hún hlypi fram á flæðisker, en skammt hafði ég farið, er ég varð þess vís, að kindin var með öllu horfin. Hugði ég, að hún hefði kannski farið inn með fjör- um og fór þá á blettinn, þar sem ég hafði séð hana síðast. Með mér var hundur og fór hann að krafsa í hrönnina þarna neðan við, og kom þá kindarlöpp í ljós, og þarna var þá sú gulhyrnda löngu dauð og stirðnuð. Hclgi Guðmundsson frá Svínanesi í Barðastrandarsýslu sagði Þ. T. 1968. 52 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.