Goðasteinn - 01.09.1969, Page 87

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 87
Ólafssteinninn. Ljósm.: Guðgeir Magnússon Mynd Ólafs helga i fónsbók 1578 hægri hendi og hcfir steinana þrjá liggjandi í lófanum, hvern of- an á öðrum. Menn vita cinnig, hvernig á þcssum steinum stendur. Þeir voru gerðir í minningu einnar af jarteinum Ólafs konungs, þegar brauð urðu einu sinni að steinum hjá einum greifa í Danmörku, scm ekki vildi tigna Ólafsmessudag, og skipaði vinnukonu sinni að baka brauð á þessum degi, en hún var frá Noregi og hélt fast við helgi Ólafs konungs. Þessvegna mun það og vera eflaust, að steinarnir sé lagaðir eins og brauðhleifar hafa vcrið að fornu, með þykkum röndum og bolla í miðju.“ Hinn ágæti höfundur vísar nánar til, hvar frásögnin um þessa jartein er að finna, en hana má m. a. lesa í Flateyjarbók II, útg. 1945, bls. 497. Þetta er hin eina heimild um Ólafssteina, er ég þekki. Jón forseti hefur væntanlega búið til heitið Ólafssteinn, og vart er þess að vænta, að heimildir séu fyrir hendi um Ólafssteina í miðaldamáldögum. Hér skal þó haft fyrir satt, að til hafi verið Ólafssteinar, gerðir í minningu um fyrrgreinda jartein. Árið 1964 afhcnti Vigfús Sigurðsson á Ásólfsskála undir Eyja- Goðasteinn 85

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.