Úrval - 01.12.1976, Page 20
18
ÚRVAL
fæðis og herbergis. Pelé hækkaði í
áliti innan árs, og mörkin fóru að
koma— 66 á árinu 1957. Árið 1959,
þegar vöðvar hans höfðú tekið
verulegum þroska, skoraði'hann sín
flestu á einu ári, 127.
Á þessu ári lék hann fyfri hálfleik
rétt í meðallagi í tvísýnni og harðri
keppni við félag í Sao Paulo, og
áhorfendur létu vanþóknun sína ótví-
rætt í ljós. Þegar hann gerði loks
mark með þrumuskoti í síðari hálf-
leik, stökk hann ofsakátur upp í
loftið og steytti krepptan hnefa til
himins. „Þegar ég gerði þetta mark,
fannst mér sem tilfinningar mínar
losnuðu úr læðingi,” rifjar hann
upp. ,,Allar hömlur voru horfnar og
mér fannst ég vera fullkomlega
frjáls”. Pelé hafði skapað það, sem
átti eftir að verða vörumerki hans,
,,markkveðju” sína, sem hann átti
eftir að endurtaka mörg hundruð
sinnum á komandi áram.
Eftir því sem stjarna Pelés hækkaði
urðu bæði Santos og Brasilía mikils-
metnir aðilarí knattspyrnuheiminum
Santosfélagið safnaði meistaratitlum
eins og það væri að tína kaffi-
baunir af ranna. Þegar orðrómur
komst á kreik um, að ítölsk félög
væra farin að bjóða 1 milljón dollara
fyrir hinn tvítuga Pelé, var því lýst
yfir opinberlega í Brasilíu, að hann
væri „þjóðargersemi”, eign, sem
ekki mætti láta burt úr landinu.
Þó knattspyrnuiðnaðurinn sé
alræmdur fyrir lágar launagreiðslur
jukust nú greiðslur til Pelé að
miklum mun. Bróðir hans, Zoca,
sem orðinn var lögfræðingur, hjálp-
aði honum að gæta hagsmuna sinna,
svo Pelé varð einn af hæstu skatt-
greiðendum t Brasilíu. Kaffi sem
skírt var í höfuðið á honum, ,,Café
Pelé” varð metsölukaffi í kaffiland-
inu, og gerði hann ennþá ríkari. Eftir
að hafa gefið foreldram sínum hús,
byggði Pelé sér sitt eigið hús, sann-
kallað draumahús, með knattspyrnu-
velli og 40 manna kvikmyndasal.
SÉRSTAKT ÁHUGAMÁL.
Konungar, drottningar, forsetar og
páfinn hafa átt viðtöl við hann.
Honum hefur verið haldin sigur-
ganga niður Champs-Elysées, mynd
hans hefur komið á frímerki. En
hann hefur ekki glatað sínu eðlilega
lítillæti. Þegar hann er ekki upptek-
inn af aðaláhugamáli sínu, fæst
þessi margfaldi milljónamæringur
við fiskveiði, spilar á gítar, eldar
uppáhaldsmat sinn og nýtur einka-
lífsins með fjölskyldu sinni, konu,
syni og dóttur. En hann heldur
áfram að skerpa íþróttahæfni sína á
allan mögulegan hátt, svo sem með
því að leika fótbolta-tennis, þar sem
hann og semherjar hans nota höfuðið
í staðinn fyrir tennisspaða.
Sá möguleiki, að fordæmi hans á
leikvelJinum geti gert hann að friðar-
boðenda og hjálpað til að skapa
friðsamari heim, er eitt af einlæg-
ustu áhugamálum þessa hispurslausa
brasilíumanns. Meðan Biafrastríðið
stóð yfír, varð hreinlega vopnahlé í