Úrval - 01.12.1980, Qupperneq 9
BILL OG MARK: SAGA TVEGGJA VINA
7
samtöl þt'irra, er sambandið milli Bill
Rush og Mark Dahmke byggt á dýpri
og flóknari samskiptum.
, ,Ég las einu sinni vísindaskáldsögu
cltir Clifford Simak um tvo ferða-
langa sinn frá hvorri plánetunm, og
fjarhrif þeirra voru svo mikil að í stað
þess að takast í hendur tókust þeir t
huga,” segir Mark. „Stundum fínnst
mér að það sé næstum þannig með
mig og Bill. Ég vissi að við Bill vorum
farnir að kynnast í alvöru þegar mig
fór að dreyma hvað eftir annað
svipaðan draum. Ég sit og er í
heimsókn hjá Bill. Hann notar ekki
stafabakkann sinn. Hann notar ekki
rafmagnsritvélina sína. Og hann
notar ekki raddtækið. Hann bara
talar.” ★
Pabbi var á leið til jarðarfarar í leigubíl. Hann þurfti að spyrja
bílstjórann um eitthvað, svo hann laut fram og klappaði á öxlina á
bílstjóranum. Sá tók rosalegan kipp, svo pabbi baðst afsökunar að
gera honum bilt við. ,,Það er svo sem allt í lagi, herra minn,” svaraði
leigubílsstjórinn. ,,Þetta er bara fyrsti dagurinn minn sem leigu-
bilsstjóri. Áðurókég líkvagni.”
R. Caterer
Þegar ég fór heim úr vinnu eitt kvöldið, tók ég eftir orðsendingu á
skilaboðatöflunni í anddyri fyrirtækisins. Þar stóð: „Vill þjófúrinn,
sem stal jakkanum mínum, gera svo vel að skila honum aftur?” —
Svo var nafn undir.
Þegar ég kom aftur næsta morgun, var annar miði undir þessum.
Á honum stóð: ,ÁLgfann jakkann þinn og ætlaði að skila honum. En
mér mislíkar að vera kallaður þjófur! Þess vegna gaf ég Hjálpræðis-
hernum jakkann.”
LesterW. Boggers
Eg hafði boðið vini mínum út að borða á dýrum veitingastað, en
þegar upp var staðið uppgötvaði ég mér til skelfingar að ég var ekki
með nóg til að borga veitingamar, jafnvel ekki þótt vinur minn legði
fram það sem hann var með á sér. Ég skýrði þetta bága ástand fyrir
þjóninum, sem hodði á mig með síkólnandi augnaráði. Loks bauðst
ég til að skilja vin minn eftir og hlaupa heim í íbúðina mína, sem var
skammt frá, og sækja meiri peninga. Þjónninn svaraði með
hneykslunartón: „Herra minn, við tökum ekki gísla.”
J. B. C.