Úrval - 01.12.1980, Page 34

Úrval - 01.12.1980, Page 34
32 ÚRVAL neyslu í Bretlandi sjálfu. Samkvæmt opinberum skýrslum eru um 4000 eiturlyfjaneytendur í Bretlandi, en reyndir félagsfræðingar telja sönnu nær að áætla fjölda þeirra að minnsta kosti fjórum sinnum meiri. Stöðugur eltingaleikur Þetta ástand veldur yfirvöldum slíkum áhyggjum, að tollgæslan hefur nú fengið aukinn liðsstyrk og meira fé til þess að kljást við vand- ann. Sérstaklega þjálfaðir starfshópar eru að störfum í höfnum skipa og flugvéla. Þeir njóta aðstoðar þef- hunda, sem reynst hafa ómetanleg hjálp. Einn þessara hunda er svartur Labrador, kallaður Brumby. Hann á heiðurinn af uppgötvun eiturlyfja fyrir andvirði 500.000 sterlingspunda á tveimur árum. Auk þess hafa þessir séræfðu hópar sjö hraðbáta til umráða, sem einnig hafa sannað ágæti sitt. í september á síðasta ári lentu fjórir þeirra í æðisgengnum eltingaleik við smyglbát út af Cornwall. Þeir höfðu betur, og afraksturinn varð eiturlyf fyrir and- virði 5 milljón punda. Hinir sérþjálfuðu tollgæslumenn helga sig þessu verkefni svo algjör- lega, að þeir láta sig ekki muna um 170 klukkustunda ógreidda auka- vinnu á mánuði. Þeir bera engin vopn, þrátt fyrir þá miklu hættu, sem starfið hefur í för með sér, svo sem sannaðist í október á síðastliðnu ári, þegar 32 ára gamall starfsmaður tollgæslunnar, sem vann að rannsókn á smygli hálfs annars tonns af kannabisefnum frá Asíu, var skotinn til bana á götu í London. Aðalstöðvar þeirra á horni Fleet Street í London eru jafnframt miðstöð alþjóðanjósnakerfis, sem tekur til Hong Kong, Karatchi, Tangier, Teheran og fleiri höfúðstöðva þessa ábatasama, en óhugnanlega atvinnuvegar, sem eiturlyfjasmyglið er. Nýlega komst tollgæslan á snoðir um smyglarakeðju, sem átti upptök sín í Bangkok, en lokahlekkurinn var virt verslunarfélag í London. Kanna- bisefninu var smyglað þannig, að þvl vafíð utan um bambusstafi. En bambusstafirnir komu ekki beina lejð frá Bangkok. Til þess að gera tollgæsl- unni erfiðara fyrir, var hafður viðkomustaður einhvers staðar í Evrópu, og þaðan var vörunni síðan smyglað til Bretlands eftir leiðum, sem ekki voru líklegar til að vekja grunsemdir. Erindi sem erfiði Rannsóknarmenn tollgæslunnar fylgdust lengi með þeim sem þeir grunuðu um þátttöku í þessu smygli, og í ljós kom, að þeir ferðuðust oft frá Bangkok gegnum Róm til Genfar. Nú var myndað samstarf við svissnesku lögregluna, og síðan var beðið átekta, uns einn hinna grunuðu átti erindi til Genfar. Hann var síðan eltur frá flugstöðinni til járnbrautarstöðvarinnar, þar sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.