Úrval - 15.12.1980, Page 89

Úrval - 15.12.1980, Page 89
FJÓRÐl VITRINGURINN flipann gæla við lófa sinn þegar hann snapar upp brauðmylsnuna. I grárri dögun er hann svo vakinn af beði með heitum, sætum andardrætti yfir sofandi andliti sínu og hann opnar augun og horfir í augu hins trygga ferðafélaga síns, sem bíður reiðu- búinn að mæta erfiði dagsins. Og í gegnum napra morgungoluna berja hraðir hófar götuna, í takt við tvö hjörtu. Artaban varð að fara hratt yfir til þess að koma á réttum tíma til móts við hina Magiana; því leiðin var 150 parasangs og það allra mesta sem hann gat farið á degi hverjum var 15. En hann hélt kvíðalaust áfram og komst áætlaða vegalengd á hverjum degi, þó hann yrði að halda áfram langt fram á kvöld og leggja af stað fyrir sólarupprás. Hann reið meðfram brúnum hlíðum Orontes fjalls, þar sem árstraumar ristu sér fjölda grýttra farvega. Hann fór yfír sléttur Níseumanna, þar sem hinar frægu hestahjarðir á beit í víðáttumiklum högunum reistu höfuðin við komu Vasda og tóku síðan á sprett með margradda jódyn og hópar villtra fugla flugu skyndilega upp af votlendinu og hnituðu hringi með þyt ótölulegs vængjafjölda og skerandi undrunar- gargi. Hann reið yfír frjósama akrana í Concabar, þar sem rykið af þreski- gólfunum fyllti loftið gulri móðu, 87 sem næstum huldi Astaremusterið stóra með súlunum fjögur hundruð. Við Bahistan, þar sem klettalindir vökva gróðursæla garðana, leit hann upp fjallið þar sem það slútti hrika- legt yfír veginn og sá styttuna af Daríusi konungi troða á föllnum óvini sínum og skrá yfír orrustur hans og sigra grafna inn í klettinn eilífa. Hann fór yfír mörg köld fjallaskörð og marga vindbarða hæðarhryggi, niður mörg svört fjallagil þar sem árnar geystust áfram með ólátum; yfir marga fagra dali þar sem ávaxtatré og vínviður uxu á kalksteinsstöllum, í gegnum eikarlundi Carínu og dimm hlið Zagros; yfír víðáttumikla akra sem banvæn haustmóðan breiddist yfir, meðfram ánni Gyndes undir skjálfandi skuggum espi- og tamarindtrjáa, við lægri hæðirnar; og út á flata sléttuna, þar sem vegurinn lá beinn eins og ör yfír slegna akra og sviðin engi; yfír ólgandi Tígrisfljót og hinar mörgu kvíslar Efratár. Artaban hélt stöðugt áfram þar til hann kom að kvöldi hins tíunda dags að brotnum múrum hinnar fjölmennu Babýlonborgar. Hann langaði sannarlega að halda inn í borgina og veita sér og Vasda hvíld og hressingu. En það var erntþá eftir þriggja stunda reið til musteris hinna sjö hvela og þangað varð hann að komast fyrir miðnætti ef hann ætti að hitta félaga sína. Svo hann reið áfram. Döðlupálmalundur myndaði forsælueyju mitt í gulum kornökrun-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.