Úrval - 01.01.1982, Page 3

Úrval - 01.01.1982, Page 3
1 1. hefti 41. ár Úrval Janúar 1892 Nýtt ár er komið. Það er annars merkilegt hvað við leggjum mikið upp úr þessum tilbúnu tímamótum. Skyldi ekki hafa verið minna stress um miðjan vetur áður en menn fóru að búta tímann niður í tilbúna einingu eins og ár? Að slepptu öllu gamni: við áramót er tími uppgjörs, menn líta um öxl og reyna að draga lærdóm af því sem gerst hefur og hagnýta hann við skipu- lagningu þess sem framundan er. Margt hefur verið að gerast í þjóðfélagi okkar að undanförnu og margt stendur yfir þessa dagana. Mikið af því stafar af vinnudeilum beint eða óbeint þar sem hverjum sýnist sitt. Vinnudeilur eru ekki nýtt fyrirbrigði í mannlífinu. En kannski erum við iðnari við þær en margir aðrir. Fyrir mörgum árum var ég í flugvél yfir Austur- Evrópu, þegar það bar á góma við sænskan sessunaut minn hvaðan ég væri. ,,Frá Islandi, já,” sagði hann. ,,Hvað eru mörg verkföll í gangi þar núna?” Ein af mörgum spurningum í sambandi við verkföll er sú hvort þau borgi sig. Getur verið að þau borgi sig þegar alltaf þarf að vera að endurtaka sama leikinn æ ofan í æ, minnst einu sinni á ári? Eru þeir sem launin greiða virkilega svo vondir menn að þeir berjist móti því svo dögum og jafhvel vikum skiptir að láta starfsfólkið fá rétdátan skerf af því sem til skiptanna er? Er sú „kjarabót” sem vinnudeilur með verkföllum hafa í för með sér raunveruleg kjarabót? Eða er hún aðeins til að auka verðbólguna, sem allir virðast hata en fæstir vilja í raun og veru takast á við að sigrast á? Hér verður ekki reynt að svara þessum spurningum. Úrval er ekki vettvangur fyrir þess háttar. Úrval er til þess að auka mönnum víðsýni og lyfta þeim upp fyrir venjulegt dægurþras. Úrval óskar landsmönnum gleðilegs árs og þakkar þeim fyrir hið liðna. Ritstjóri Kápumyndin Það sem af er vetrinum hefur verið frostasamt á Suðurlandi og fremur lítið um snjóa. Jafnframt hafa gjarnan verið stilltur, eins og sést á kápumyndinni, tekinni af Rjúpnahæð við Reykjavík. Norðlendingar syðra hafa gjarnan haft á orði að þetta veður sé dæmigert Akureyrarveður. 3113h8

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.