Úrval - 01.01.1982, Side 4

Úrval - 01.01.1982, Side 4
2 ÚRVAL Jón gamli tók lífinu alltaf með ró og var ekki uppnæmur fyrir smá- munum. Einu sinni kom til hans þekktur lögfræðingur úr Reykjavtk: „Ég hef miklar fréttir að færa þér, Jón minn,” sagði hann. „Jón gamli föðurbróðir þinn, þessi sem flutti til Ameríku, er dáinn. Þú ert einka- erfmgi hans og hann lætur eftir sig stóran búgarð í Texas með öllu, um milljón dollara í reiðufé og verðbréf- um og hund.” Jón sat hljóður um stund og reri fram t gráðið. Svo spurði hann, hægt og seint: ,, Af hvaða kyni er þessi hundur? ’ ’ „Hvað áttu margar systur, Didda?” „Tvær.” „Af hverju geturðu aldrei sagt satt? Ég spurði bróður þinn í gær og hann sagðist eiga þrjár! ’ ’ Maður við rakarann: „Ég vil að þú klippir snöggt hægra megin, vinstra megin má hárið vera eins og það er og hylja eyrað. Rétt við hvirfílinn á að vera nakinn blettur á stærð við fimm króna pening. Efst á höfðinu á að vera síður en þunnur lokkur þannig að ég geti látið hann liggja niður yfir nefíð og snerta á mér hökuna. ’ ’ „En herra minn, ég get ekki klippt svona,” svaraði rakarinn. „Því í ósköpunum ekki,” hrópaði viðskiptavinurinn, „svona klipptirðu migsíðast.” —L. B. Maður nokkur stóð lengi á safni og starði á styttu af herforingja nokkr- um, svo sneri hann sér að umsjónar- manni og spurði: „Er þetta ekki óvenjuleg stelling fyrir herforingja? ’ ’ ,JÚ,” svaraði starfsmaðurinn, „þessum hluta styttunnar var lokið þegar nefndin komst að þeirri niður- stöðu að ekki væri til fyrir hestinum.” —N.M. Ungur maður, nýbúinn að fá stöðu í banka, komst að því að einn starfs- félagi hans dró sér stórar fjárfúlgur. Ungi maðurinn fór rakleitt til banka- stjóra og sagði: „Hann Stefán rænir daglega þúsundum króna frá bank- anum.” ,Já,” mælti bankastjórinn, „ég veit það.” „Veistu það, en af hverju er hann ekki rekinn?” „Rekinn? Við höfum ekki ráð á því,” dæsti bankastjórinn. „Hann leggur allt inn hérna.” —E.M.

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.