Úrval - 01.01.1982, Page 5

Úrval - 01.01.1982, Page 5
3 Þær eru kallaðar meðgöngumœður. Sumar segjast bera börn fyriraðra afsamúð með barnlausum hjónum. Aðrar viðurkenna að þær geri það í ábataskyni. Hér er skýrt frá nýju, félagslegu fyrirbrigði sem vekur lagalegar, læknisfræðilegar og siðfræðilegar spurningar. MEÐGÖNGUMÆÐUR — Elaine Markoutsas — ***** LIZABETH Kane þrýsti nefinu að glerinu á ung- barnastofunni á fæð- ingarstofnun í Louisville í Kentucky og virti fyrir * * * * * * \j/ >!'. ***** sér rúmlega sextán marka snáða sem hún hafði fætt þrem dögum áður. Það var í fyrsta sinn sem hún fékk að sjá hann vel. Og hún vissi að það var líkaí sxðasta sinn. ,,Hann var voða sætur,” segir Elizabeth. ,,Ég heilsaði honum — og kvaddi hann. Þann dag byrjaði mjólkin að flæða hjá mér, og tárin sömuleiðis.” Skömmu síðar óku Elizabeth og maður hennar, David, aftur heim til Pekin í Illinois og hlutu hlýjar móttökur barnanna sinna þriggja en yfirleitt kaldar kveðjur annarra í heimaborginni. Nágrannarnir létu sem þeir sæju Elizabeth ekki og í skólanum hreyttu krakkarnir ónotum í börnin hennar og sögðu að mamma þeirra væri barnasali. En í augum hjónanna í Kentucky, sem urðu foreldrar litla drengsins — þau voru komin í fæðingarstofnunina nokkrum sekúndum eftir að drengurinn þeirra var fæddur — er Elizabeth Kane* gyðja. Hún fórnaði hluta af sjálfri sér og lífi sínu til þess að gefa þeim Hér er öllum nöfnum, sem skipta máli, breytt, að undanskildu nafni Nisa Bhimani. — Stytt úr Good Housekeeping —

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.