Úrval - 01.01.1982, Síða 6

Úrval - 01.01.1982, Síða 6
4 ÚRVAL barnið sem þau höfðu misst alla von um að eignast. ,,Við vitum að hún gerði það af mannkærleika,” segir kjörmóðirin sem segir líka að sonur hennar sé lifandi eftirmynd föður síns. Og það er svo sem ekkert skrýtið því faðir hans er jafnframt líf- fræðilegur faðir hans. Elizabeth Kane er meðgöngumóðir (surrogate mother). Hún féllst á að verða tæknifrjóvguð með sæði manns sem átti óbyrju fyrir konu. Hún fékk ótiltekna fjárhæð fyrir að láta frjóvga sig, bera barnið undir brjóstum í níu mánuði og afhenda sæðisgjafanum og konu hans barnið þegar við fæðingu. Það var frjótæknir í Louisville sem valdi Elizabeth til að bera þetta barn. Frjótæknir þessi býður upp á þá þjónustu að velja meðgöngumóður sem best hæfl þeim foreldrum sem barnið hljóta við fæðingu. ,,Samkvæmt lögum Kentucky orkar þjónusta af þessu tagi mjög tvímælis, ekki síður en hin mannfræðilega og siðferðilega hlið þessa atferlis,” segir Joseph Johnson aðstoðarsaksóknari. Saksóknarinn í Kentucky hefur nú höfðað mál á hendur þessati frjó- tækniþjónustu og krafist þess að hún verði svipt starfsleyfi. Að hans dómi er þetta „hvorki meira né minna en verslum með börn’ ’. Ekki vantar það að sögulegt fordæmi er fyrir þvt að utan- aðkomandi mæður komi til hjálpar ef þeirri réttu tekst ekki að ala börn. Þegar Abraham vildi eignast erfingja gaf Sara kona hans, sem var óbyrja, honum unga, egypska þernu, Hagar. Og þar var engin tæknifrjóvgun á ferðinni — Abraham skrapp ein- faldlega í tjaldið til Hagar. Enginn veit með vissu hve margar konur hafa þjónað sem meðgöngu- mæður á okkar tímum. En fyrir um fimm árum fóm auglýsingar eftir með- göngumæðmm að birtast í smáaug- lýsingum blaða víðs vegar um Bandaitkin. Vinargjöf Margir eiga erfitt með að skilja þetta fyrirbrigði. Hvers vegna skyldi kona vilja eignast barn fyrir hönd annarrar konu? Hvernig fær kona sig til þess af ásettu ráði að verða ófrísk, þola morgunógleði og önnur óþægindi sem þungun fylgir, fínna líkamann þenjast út og nýtt líf hrærast innra með sér, undirgangast tilfinningalegt og líkamlegt uppnám fæðingar — allt til þess að önnur kona geti fengið barn í fangið? Ástæðurnar em margbreytilegar. Eiizabeth Kane segist hafa orðið með- göngumóðir vegna þeirrar miklu samúðar sem hún hafi með konum sem ekki geta átt börn. Hvorki Elizabeth né maður hennar kusu að eignast fleiri börn sjálf en þegar hún las um meðgöngumæður flaug henni í hug: Hvers vegna ætti ég ekki að hjálpa einhverri konu sem ekki getur átt böm sjálf 7 Og þótt Elizabeth væri orðin 37 ára, tiltölulega gömul til að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.