Úrval - 01.01.1982, Page 8

Úrval - 01.01.1982, Page 8
6 ÚRVAL ekki útilokað tilfmningarnar. Hún segist hugsa um barnið alltaf við og við. ,,Hann var svo lengi hjá mér. mér flýgur oft 1 hug hvernig honum vegni.” Meðgöngumæður verða einnig að fást við eiginmenn, fjölskyldur, vini og nágranna. David Kane viður- kennir að hann hafi ekki vitað hvaðan á hann stóð veðrið þegar Elizabeth orðaði þetta fyrst. ,,Ég hafði aldrei heyrt annað eins. Það tók mig langan tíma að sætta mig við þetta.” En það gerði hann þó að lokum svo rækilega að hann hjálpaði konu sinni við fæðinguna samkvæmt Lamaze- aðferðinni. Elizabeth ræddi málið líka við börnin sín. ,,Þau eru vel gefín og skilningsrík. Þeim fannst þetta stór- kostleg aðferð til að sigrast á ófrjó- semi og til að hjálpa ókunnugu fólki sem þráði svo heitt það sem ég gat gefíð.” Kjörforeldrar sem leita á náðir meðgöngumóður gera það venjulega ekki fyrr en öll önnur sund eru lokuð. Brenda, sem sjálf tæknifrjóvgaði Dönu vinkonu sína, hafði gengist undir móðurlífsskurð sem batt enda á vonir hennar um að verða þunguð sjálf. Hún lýsir örvæntingu svo margra ófrjórra kvenna: „Þegar maður sér móður með barn fínnur maður tómleikann í sínu eigin fangi.” Kathy og Richard, bæði þrjátiu og tveggja ára, hafa stigið fyrstu skrefín til að eignast barn með hjálp með- göngumóður. Þau lýsa annars konar tómleika. „Hluti af þörfinni,” segir Kathy, sem eggjastokkarnir voru fjarlægðir úr áður en hún gifti sig, „er ástin milli hjónanna. Hún nær því marki að verða að þörf til að stækka. Eðlilegasta leiðin er að barn fái notið hennar líka. ’ ’ Vandamál og árekstrar Þótt kjörforeldrum sé áfram um að eignast barn verða margir þeirra að horfast í augu við vandamál og árekstra. Tengdafólk Brendu hefur ekki virt hana viðlits né manninn hennar síðan þau eignuðust tvö börn fyrir milligöngu meðgöngumóður. Og presturinn þeirra sagði við þau: „Börnin hafa ekki syndgað en það hafíð þið. Þið hafíð lagt sæði Michaels í líkama annarrar konu. ’ ’ Á frjótæknistofnuninni í Louisville verður meðgöngumóðirin að undir- gangast rækilega læknisskoðun, rannsókn á erfðasögu og þrír sál- fræðingar verða að rannsaka hana og gefa álit sitt á tilfínningajafnvægi hennar og af hvaða hvötum hún vill gefa sig í þetta. Og hún verður að gefa frá sér móður- réttinn þegar við fæðingu. Stofnunin letur barnlausar tilvonandi með- göngumæður til athafna af þessu tagi vegna þess að frjósemi þeirra er ekki sönnuð né heldur nokkuð vitað hvaða tilfínningaróti þungun og barnsburður getur valdið þeim. Kjörforeldrarnir skuldbinda sig til skilvísrar greiðslu. Meðallaunin eru

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.