Úrval - 01.01.1982, Page 9

Úrval - 01.01.1982, Page 9
MEÐGÖNGUMÆÐUR 7 um sautján þúsund dollarar (um 135 þúsund íslenskar krónur) allt í allt, dálítið breytilegt eftir því hve mikil ferðalög meðgöngumóðirin verður að leggja á sig í þessu skyni, hve miklar rannsóknir þarf og hve margir mánuðir líða áður en hún tekur fang. Mestur hlutinn rennur beint til með- göngumóðurinnar fyrir „hugsan- legan tekjumissi, skert samband við eiginmann, sársauka og þjáningu og vissa lífshættu”. Afgangurinn fer í tryggingar, ferðakostnað, lögfræði- kostnað og sjúkrakostnað. Kjör- foreldrarnir verða að taka á sig alla ábyrgð gagnvart barninu, án tillits til heilsufarsástands þess. Enginn veit hve útbreidd þessi aðferð verður. En Elizabeth Kane, sem sýslar nú aftur við bú og börn heima í Pekin í Illinois, segist einskis iðrast. ,,Ég sá kjörforeldrana rétt í svip í fæðingarstofunni. Ég gleymi aldrei gleðinni á andlitum þeirra — hvað barnið þýddi fyrir þessa konu. Það er kannski dálítið sárt fyrir mig, en hverrar mínútu virði. ★ Hér, norðarlega uppi í fjöllum Georgíu, býr gamall maður með ungum dreng sem er barnabarn hans. Einu reglulegu tekjur þeirra er smástyrkur sem þeir fá. Maðurinn og drengurinn ganga fram og aftur meðfram þjóðveginum og tína saman flöskur til að selja. Eitt sinn stansaði ég og reyndi að fá manninn til að þiggja af mér nokkrar tómar flöskur en hann neitaði þessari , ,ölmusu’ ’. Ég þóttist samt vita hvað ég ætti að gera og ók af stað og henti flöskunum, einni eftir aðra, út um hliðargluggann. Allt í einu var vegalögreglan komin á hæla mér með blikkandi ljós og innan tíðar hlustaði ég á fyrirlestur um umhverfisvernd. Síðan sagði ég lögreglu- manninum frá gamla manninum og drengnum sem voru ekki lengra burtu en svo að við sáum til þeirra þar sem þeir voru að tína upp flöskur. Lögreglumaðurinn varaði mig við enn einu sinni og sagði mér að halda áfram. Ég hélt af stað en missti þó ekki af að sjá í bakspeglinum tvær flöskur fljúga út um glugga lögreglubílsins og lenda, óbrotnar, í grasinu við vegirin. — R.V.

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.