Úrval - 01.01.1982, Side 10

Úrval - 01.01.1982, Side 10
8 ÚRVAL Ný/ar, óvæntar upplýsingar sem fengust við lok al- þjóðlegrar könnunar á starfsemi sólarinnar benda til þess að við höfum fæðst undir stjörnu sem geti með orku sinni valdið úrslitum um afdrifmannkynsins. HVAÐ ER NÝTT UNDIR SÓLINNI? — Lowell Ponte — 4. apríl 1980 sendu Bandaríkjamenn út nýtt geimfar, Solar Max, sem átti eftir að birta mann- kyninu furðulegustu uppgötvanir í sögunni. Allt benti til þess að orkuframleiðsla sólarinnar hefði minnkað að mun. Útgeislun sólarinnar minnkaði aðeins um einn fímmta af prósenti og varð eðlileg aftur á fjórum dögum en mánuði síðar minnkaði orkuútgeislun sólar- innar aftur í flmm daga. Staðreynd- irnar vom ómótmælanlegar: stjarnan sem gefur okkur líf og sem við eigum allt okkar undir — blaktir eins og ljós í vindi. Jörðin er sólvermdur hnöttur sem fær 98% hita síns frá sólinni (afgangurinn er jarðhiti). Sólarorka bægir burt regnskýjum, vekur vinda og örvar jarðargróður sem nærir okkur öll. Veðurfræðingar hafa reiknað út að í flestum löndum í kaldtempraða beltinu væri snjór og klaki í jörðu allt árið ef sólarhitinn minnkaði um tvo af hundraði á svo sem áratug. Allt frá forneskju hafa menn talið að sólin væri óforgengileg og óbreytanleg. Hún var tilbeðin sem gyðja. Galíleó var ofsóttur á sautjándu öldinni á Ítalíu fyrir að halda því fram að sólin væri ekki full- komin — hann hafði séð á henni

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.