Úrval - 01.01.1982, Page 11

Úrval - 01.01.1982, Page 11
HVAÐ ER NÝTT UNDIR SÓLINNI 9 flekki í frumstæðum stjörnusjónauka sínum — sólarblettina. Nútíma vísindamenn lýsa sólinni okkar sem stöðugri, bjartri stjörnu. Þeir líta ekki á hana sem gyðju heldur gashnött í 150 milljón kxlómetra fjar- lægð sem myndaðist þegar risaský vetniseinda þjappaðist saman. Gífur- legur þrýstingurinn og hættan á sprengingu varð til þess að kjarna- kleyf orka myndaðist í hjarta skýsins. Þar brenna 600 milljón tonn af vetni og breytast í helíum á hverri sekúndu með 14.999-982 gráða hita á Celcius — og fjögur milljón tonn af helíum breytast í orku, í röntgengeisla, gammageisla og aðra geisla sem eru meira en milljón ár að þrýstast út úr föstum innri kjarna sólarinnar og upp á glóheitt yfirborðið þar sem þeir breytast í sólarorku. Á yfirborði sólar verða oft gos — sólsprengingar — sem sumar eru álíka kraftmiklar og tíu milljón eins megatonns vetnissprengjur. Sólblettir koma líka á yfirborð sólar á ellefu ára fresti og hámark sólbletta stendur í sambandi við hámark sólgosa. Þrátt fyrir þessa ólgu hafa vísindamenn fyrri alda álitið að út- geislun sólarinnar væri stöðug en í byrjun ársins 1970 fóru menn að efast um stöðugleika útgeislunarinnar. Sumar rannsóknastöðvar í Ráðstjórnarríkjunum sögðu að athug- anir þeirra hefðu bent til að sólskin og útgeislun sólar væri allt að tveim hundraðshlutum meiri þegar sólbletta gætti mest. Rannsóknir Bandaríska geimfarið Solar Max náði þessari furðulegu mynd af lithjúpi sólarinnar. Bandaríkjamanna í andrúmsloftinu bentu til hins sama. Solar Max Er sólin óbreytileg í útgeislan sinni? Eða er orkan meiri einn tíma en annan? Menn beindu athyglinni enn meira að þessu en áður eftir að kuldinn fór vaxandi fyrir ofan snælínu og þurrkar uxu í hitabeltinu. Það varð til þess að vísindamenn fengu nýja skoðun á sólinni okkar. Nú hefur nýjasta sólbletta-tíma- bilið náð hámarki og vísindamenn við 60 stjörnurannsóknastöðvar í 18 löndum hafa unnið saman að rann- sóknum sínum. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vilja vita meira um

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.