Úrval - 01.01.1982, Side 13

Úrval - 01.01.1982, Side 13
HVAD ER NÝTT UNDIR SÓLINNI? 11 txmabil sem hófst um fæðingu Krists. Eddy komst að því að öll þessi tímabil höfðu haft mikil áhrif á veðurfar og loftslag jarðar. Á því tímabili sem við köllum Maunders Minimum var kuldi ráð- andi í Evrópu. Loftslagsfræðingar kalla þetta tímabil ísöld hina minni. Þá fraus Thamesá í Lundúnum og Rio Grande í Norður-Ameríku. Miðalda Maximum á hins vegar við um hlýrra veðurfar í Evrópu allri enda voru þá fólksflutningar frá Norðurlöndum og víkingar rákust á norðlæg lönd sem þeir nefndu Grænland og Vínland — nú kuldasvæði Grænlands — og sennilega Novia Scotia en eitt sinn var annað viði vaxið og á hinu greru vín- teinungar. Gróðurinn hvarf með kólnandi sólu. Kuldinn sveipaði Evrópu og frumbyggjar við Norður- Atlantshaf gátu ekki dregið fram lífíð. Næst varð Eddy litið á okkar tíma. Hringir í trjábolum sýna að nú er óvenjumikið sólblettatímabil. Veðrið er óeðlilega heitt þó að okkur þyki það eðlilegt. Loftslagið hefur verið þannig að fólksfjölgunin er komin úr einum milljarði upp í fjóra og hálfan. Hvað gerist þegar sólin snýr aftur til fyrra horfs? Sögulega séð hafa slík hlýindaskeið verið stutt og endað snögglega. Kannanir Eddys hafa annað og meira í för með sér því að sólin okkar virðist rýrna hraðar en vísindamenn gerðu áður ráð fyrir*. Eddy heldur að rýrnunin sé áhrif af hægri en sterkri sveifluhreyfingu — þegar þyngdarafl sólarinnar lætur til sín taka og hefúr varanleg áhrif á þvermál hennar og breytir um leið birtuútgeislun sólarinnar. Hann telur að flöktandi breyting á rýrnun sólar- innar sanni aðeins óstöðugleika þess- arar stjörnu okkar. Orkufljót sólar Hluti af sólarorkunni framleiðist því ekki eingöngu af kjarnorku- sprengingum heldur af sveiflu- hreyfíngu x ytra borði sólar, ef kenning Eddys er rétt. í kjarnaofni sólarinnar brjótast frumeindirnar úr kjarna sínum og mynda rafeindafljót sem streyma upp að yfirborðinu. Rafeindir mynda alltaf rafsegulskaut og vísindamenn halda að þessi rafeindastraumar myndi segul- „gorma’' sem flytji vaxandi rafeindir upp á yfírborðið. Um leið og „gormarnir” komast að yfirborði sólar myndast sólblettir. 1980 fundu menn fyrst „fljót” sólsegulkerfis undir yfirborði sólar. Stjörnufræðingarnir Robert Howard og BarryJ. LaBonte við Hale stjörnu- rannsóknastöðina í Kaliforníu fundu strauma sem byrja að mynda „gorma” einu sinni á ellefu ára fresti, gorma sem snúast um sjálfa sig eins og rauðu og hvítu gormarnir á rakaraskiltum. Eftir 22ja ára flakk að miðbaug sólar hverfa þeir jafn- leyndardómsfullt og þeir birtust. *) Rannsóknir Eddys benda til þess að sólin kulni eftir fimm milljarða ára.

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.