Úrval - 01.01.1982, Side 14

Úrval - 01.01.1982, Side 14
12 ÚRVAL Þessi fljðt virðast vera undirstaða sólbletta því að sólblettir koma í ljós milli 30 gráða norður og suður af miðbaug sólar þegar fljótin koma þangað. Sólblettir birtast aldrei einn og einn heldur tveir og tveir. Þeir em dökkir og kaldari en yfirborðið um- hverfis þá því að segulsvið þeirra bælir heita gasið sem annars brýst upp á yflrborðið. Þeir hverfa með segulmögnuðu ,, flj ótunum ’ ’ og virðast gleyptir af sólinni. Veðurathuganir í apríl 1980 sáu menn, í gegnum Solar Max, að gífurlegur ,,gorm”sveipur kom frá yfirborði sólar og stefndi beint að segulsviði sem yfir honum var. Allt hófst þetta með sólgosi sem var eitt hið öflugasta sem menn höfðu séð. Vel má vera að sólgosið hafi haft varanleg áhrif á okkar hnött því að það fór eins og eldingu væri skotið með rafmögnuðum sólarvindi. Fyrstu áhrifm vom röntgen geislar sem komu inn í andrúmsloftið um það bil átta mínútum eftir að þeir fóm frá sólu og höfðu í för með sér útvarps- tmflanir, truflun á sendingu gervi- tungla, drauga á ratsjám og fleira. Klukkustund eftir þetta kom bylgja af hátíðniprótónum (vetnis- kjarna) til jarðar. Á eftir fylgdu dagar alls kyns skothríðar geislavirkni og segulsviða. Þá birtust norðurljós, símatmflanir og rafmagnsbilanir. Sólargos hafa líka áhrif á ozonelagið í andrúmslofti jarðar og opnar það fyrir últrafjólubláum-geislum sem valda húðkrabba. Vísindamenn hafa lengi leitað að sambandi milli sólbletta og veðurs. En það er erfítt að finna sannanir því að veðurfar jarðar er margbreytilegt. Við vitum hins vegar að sólgos valda hitabreytingu á loftslaginu. Það hækkar. 1979 voru sólblettir í skráðu hámarki og Skylab, fyrsta geimrann- sóknastöð Bandaríkjamanna, brann upp mörgum ámm áður en gert var ráð fyrir að hún færi af braut sinni. Undanfarin 22 ár hafa verið miklir þurrkar á hálendi í Bandaríkjunum. Er eitthvert samband milli þurrkanna og 22 ára sólblettabilsins? Vísinda- menn gmnar það en þeir em ekki sannfærðir. Sumir segja að eldingar og þmmur verði tíðari þegar út- streymi sólar eykst, en eykur það rigningu og úrfelli á jörðinni, vind- hraðann eða skýjafarið? Menn greinir á um svörin eins og menn greinir á um geislavirkni sólar. Það bendir þó allt til þess að áhrif sólar á segulsvið jarðar breytist með háloftastraumum. Milli 1976 og 1979 höfðu kaldir háloftastraumar þau áhrif á veðurfar að það kólnaði til muna í Austur-Bandaríkjunum. Þá Sögðu sól-vísindamenn að sólblettum fækkaði mun minna en gert hefði verið ráð fyrir en þeir lém til sín taka í vaxandi mæli 1979 og aldrei urðu þeir fleiri en í mars 1980. Þá vom næst flestir sólblettir skráðir frá því að skráning þeirra hófst. Það var hlýtt

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.