Úrval - 01.01.1982, Page 15
HVAD ER NÝTT UNDIR SÓLINNl?
13
þennan vetur og sumarið 1980 kom
einhver mesta hitabylgja sem gengið
hefur yfír Bandaríkin í elstu manna
minnum.
Við eigum það hins vegar Solar
Max og öðmm rannsóknum að þakka
að við emm byrjuð að skilja hvernig
sólin snertir líf okkar. Við vitum ekki
hvers vegna sveifluhreyfingar em á
útstreymi sólarinnar okkar en við
vitum þó að hún ræður lögum og
lofum um framtíð okkar. ★
Persónudýrkunin á Stalín eða Maó Tse-tung er ekkert samanborið við
persónudýrkunina á Kim II Sung, hinum tæplega sjötuga
kommúnistaeinvaldi í Norður-Kóreu. Hann hefur látið reisa af sér
gyllta styttu í Pjonjang, höfuðborg landsins. Þessi stytta er ekkert
smáræði, litlir nítján metrar á hæð, og sést hvaðanæva í borginm.^
opinbemm plöggum er vitnað til hans sem „mesta byltingar-
hugsuðar allra tíma, sólar mannúðarinnar”. Norðurkórear tala ekki
um kommúnisma heldur Kimilsung-isma.
Fæðingarstað Kims hefur verið breytt í safn sem tekur fímm daga
að skoða. Gestir verða að nema staðar til íhugunar — eða bænar —
frammi fyrir stólunum og bekkjunum þar sem hann hefur setið. Eitt
sinn ferðaðist hann með neðanjarðarlest í Pjonjang. Síðan hefur sætið
sem hann sat í verið hjúpað satíni og enginn má ferðast í þessum
vagni sem er dreginn mannlaus með lestinni dag út og dag inn til
heiðurs , ,okkar elskaða Kim II Sung’ ’.
Úr Est-et—Quest
Sjónvarpsstöðin í Wichita í Kansas lokar ekki milli útsendingartíma
þegar von er á fellibyl. Þess í stað eru íbúar staðarins hvattir til að
hafa sjónvörp sín opin og stilla á stöðina eins hátt og kostur er. Síðan
drepur stöðin á hljóðinu í útsendingarlok og íbúarnir fara — væntan-
lega — að sofa.
Meðan þeir sofa eru veðurfræðingar önnum kafnir að fylgjast með
veðurhorfunum. Þegar staðfest hefur verið að fellibylur sé að nálgast
er skerandi viðvörunarhljóð sent út.
Vissulega vaknar þá margur með ákafan hjartslátt en það eru menn
þakklátir fyrir á stað þar sem vonskuveður skella yfír jafnt og þétt,
jafnóumflýjanlega og skattarnir og dauðinn.
— E. L.