Úrval - 01.01.1982, Page 16
14
ÚRVAL
Niðurstöður nýrra og spennandi rannsókna benda til þess að
heilar karla og kvenna séu mismunandi — og þess vegna skynja,
heyra og nema karlar og konur á ólíkan hátt.
Karlar/konur:
HINN MUNURINN
— Stytt úr Newsweek —
>!\
(K arlar og konur eru
(!) mismunandi — augljós-
lega hvað snertir stærð,
>K- líkamsbyggingu og kyn-
ferðislega starfsemi. Ýmsir vísinda-
menn eru nú þeirrar skoðunar að
karlar og konur séu einnig ólík í
veigameiri atriðum. Karlar og konur
virðast lifa heiminn á mismunandi
hátt, ekki aðeins vegna þess hvernig
uppeldi þeirra hefur verið háttað
heldur skynja þau hann tilfinninga-
lega ólíkt, nema hljóð hans með mis-
munandi móti og leysa vandamálin
með mismunandi heilafrumum.
Hormónar virðast vera einn
lykillinn að þessum mun — og sífellt
>KN/1>K>
/N ^i\ v,
5K-|
ÍK
K
****
fleiri sannanir benda til þess að þeir
geri meira en koma af stað ytri kyn-
bundnum einkennum. Hormónarnir
,,karl- eða kvenkenna” í raun
heilann sjálfan. Með því að líta nánat
á þá grundvallarstarfsemi sem fram
fer hafa vlsindamenn fundið líf-
fræðilegar skýringar á því hvers vegna
konur laðast fremur að huglægum
hlutum en karlar sýnast eiga auð-
veldara með að leysa ýmsar þrautir,
hvers vegna drengir eru harkalegri í
leikjum sínum hddur en stúlkur.
Það er svo annað mál hvort þessi
líffræðilegi munur veldur því að
karlar og konur velja sér ólík hlutverk
í lífmu. Uppbygging karlheilans