Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 18

Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 18
16 Ehrhardt hjá Columbia háskóla fylgdust með tilraunum náttúrunnar sjálfrar í þeim tilgangi að sjá hvort hormónar hefðu sömu áhrif á mann- skepnuna og hegðan hennar. Þar var um að ræða börn sem höfðu fengið óeðlilega mikið af androgen (karl- hormónum) fyrir fæðingu vegna mistaka náttúrunnar sjálfrar. Eitt af því sem vísindamennirnir tóku eftir var að stúlkubörn, sem fengið höfðu of mikinn skammt af þessum hormónum, hegðuðu sér greinilega líkar drengjum. Þær léku sér sjaldan að dúkkum og fóru seinna að vera með strákum en aðrar súlkur. Money-Ehrhardt-rannsóknin hefúr verið ágætur umræðugrundvöllur þegar rætt hefúr verið um áhrif náttúru og náms á hegðun fólks. Sumir vísindamenn halda því fram að strákaleg hegðun hafi verið augljós afleiðing hormóna-áhrifanna og styðja þessa skoðun sína með því að benda á ótalmargar dýratilraunir sem sýnt hafa svipuð áhrif. Aðrir deila á rannsóknina vegna þess að í henni hafi ekki verið lögð áhersla á að stúlkur sem fengið hafa þennan umframskammt af hormónum líta ekki út eins og eðlilegar stúlkur við fæðingu. Þær þurfa oft að gangast undir skurðaðgerðir til þess að gera á þær kvenkynfæri. Þar af leiðandi kann vel að vera að ekki sé komið fram við þær eins og annars væri gert í uppvextinum og hegðun þeirra gæti allt eins eða öllu fremur stafað af ÚRVAL þessu óvenjulega umhverfi en ekki af líffræðilegu ástæðunum. Áhrif hormónanna Vísindamaður sem hefur bæði verið með og á móti hormóna- kenningunum, June Reinisch við Rutgersháskólann, fann nýlega sannanir sem styðja hormóna- kenninguna. Á fimm ára tímabili fylgdist Reinisch með 25 drengjum og stúlkum, börnum kvenna sem fengið höfðu progestin (karlkynshormón) sem gefið er til þess að koma í veg fyrir fósturlát. Þegar vísindamaðurinn bar þessi börn saman við systkini þeirra, sem ekki höfðu orðið fyrir áhrifum progestins, og gerði á þeim sérstakt árásarpróf kom í ljós að útkoma progestin-drengjanna úr prófinu var tvisvar sinnum hærri en eðlilegra bræðra þeirra. Tólf af 17 stúlkum voru sömuleiðis með hærri útkomu úr prófinu heldur en systur þeirra sem ekki höfðu orðið fyrir áhrifum þessara hormóna. Reinisch hefur þó alls ekki viljað falla frá trú sinni á áhrif um- hverfisins. Hún, eins og margir starfs- bræður hennar, telur að hormónar virki kynferðislega hvetjandi á einstaklinga á þann veg að þeir hegði sér frekar á einn hátt en annan. Það hefur þó mikið að segja hvernig einstaklingarnir eru aldir upp. Robert Goy segir: „Helst lítur út fyrir að hormónarnir auðveldi dýrum að fella sig að einhverju sérstöku hlutverki í lífinu. Þeir ætla ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.