Úrval - 01.01.1982, Page 18

Úrval - 01.01.1982, Page 18
16 Ehrhardt hjá Columbia háskóla fylgdust með tilraunum náttúrunnar sjálfrar í þeim tilgangi að sjá hvort hormónar hefðu sömu áhrif á mann- skepnuna og hegðan hennar. Þar var um að ræða börn sem höfðu fengið óeðlilega mikið af androgen (karl- hormónum) fyrir fæðingu vegna mistaka náttúrunnar sjálfrar. Eitt af því sem vísindamennirnir tóku eftir var að stúlkubörn, sem fengið höfðu of mikinn skammt af þessum hormónum, hegðuðu sér greinilega líkar drengjum. Þær léku sér sjaldan að dúkkum og fóru seinna að vera með strákum en aðrar súlkur. Money-Ehrhardt-rannsóknin hefúr verið ágætur umræðugrundvöllur þegar rætt hefúr verið um áhrif náttúru og náms á hegðun fólks. Sumir vísindamenn halda því fram að strákaleg hegðun hafi verið augljós afleiðing hormóna-áhrifanna og styðja þessa skoðun sína með því að benda á ótalmargar dýratilraunir sem sýnt hafa svipuð áhrif. Aðrir deila á rannsóknina vegna þess að í henni hafi ekki verið lögð áhersla á að stúlkur sem fengið hafa þennan umframskammt af hormónum líta ekki út eins og eðlilegar stúlkur við fæðingu. Þær þurfa oft að gangast undir skurðaðgerðir til þess að gera á þær kvenkynfæri. Þar af leiðandi kann vel að vera að ekki sé komið fram við þær eins og annars væri gert í uppvextinum og hegðun þeirra gæti allt eins eða öllu fremur stafað af ÚRVAL þessu óvenjulega umhverfi en ekki af líffræðilegu ástæðunum. Áhrif hormónanna Vísindamaður sem hefur bæði verið með og á móti hormóna- kenningunum, June Reinisch við Rutgersháskólann, fann nýlega sannanir sem styðja hormóna- kenninguna. Á fimm ára tímabili fylgdist Reinisch með 25 drengjum og stúlkum, börnum kvenna sem fengið höfðu progestin (karlkynshormón) sem gefið er til þess að koma í veg fyrir fósturlát. Þegar vísindamaðurinn bar þessi börn saman við systkini þeirra, sem ekki höfðu orðið fyrir áhrifum progestins, og gerði á þeim sérstakt árásarpróf kom í ljós að útkoma progestin-drengjanna úr prófinu var tvisvar sinnum hærri en eðlilegra bræðra þeirra. Tólf af 17 stúlkum voru sömuleiðis með hærri útkomu úr prófinu heldur en systur þeirra sem ekki höfðu orðið fyrir áhrifum þessara hormóna. Reinisch hefur þó alls ekki viljað falla frá trú sinni á áhrif um- hverfisins. Hún, eins og margir starfs- bræður hennar, telur að hormónar virki kynferðislega hvetjandi á einstaklinga á þann veg að þeir hegði sér frekar á einn hátt en annan. Það hefur þó mikið að segja hvernig einstaklingarnir eru aldir upp. Robert Goy segir: „Helst lítur út fyrir að hormónarnir auðveldi dýrum að fella sig að einhverju sérstöku hlutverki í lífinu. Þeir ætla ekki

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.