Úrval - 01.01.1982, Page 19

Úrval - 01.01.1982, Page 19
Karlar/konur: HINN MUNURINN 17 einstaklingunum ákveðið hlutverk heldur gera þeim auðveldara að gegnaþví.” Hvernig má þetta gerast? Vísinda- menn trúa því nú að hormónar breyti uppbyggingu heilans. Komið hefur fram munur á heilum karldýra og kvendýra hjá ýmsum dýrategundum, aðallega í undirstúkunni og sjón- taugasviðinu sem eru nátengd æxlunarkerfi líkamans. í þessum hlutum heilans eru taugafrumur karl- dýranna fleiri og stærri heldur en hjá kvendýrunum. Besta dæmið um samband heilans og hormónanna hefur fundist hjá söngfuglum. Vísindamennirnir Fernando Nottebohm og Arthur Arnold hjá Rockefeller háskóla uppgötvuðu fyrir allmörgum árum mismun á klösum heilakjarna eftir því hvort var um að ræða kanarí karl- eða kvenfugla. Kjarnarnir voru næst- um f)órum sinnum stærri hjá karl- fuglunum heldur en kvenfuglunum. Þetta var greinilega skýringin á því hvers vegna karlfuglarnir syngja en kvenfuglarnir ekki. Söngurinn er þýðingarmikið atriði þegar fuglarnir para sig og Nottebohm sýndi fram á að kjarnarnir stækkuðu og minnkuðu eftir því hvort sá tími nálgaðist eða fjarlægðist þegar fuglarnir para sig. Þegar hann gaf fullorðnum kven- fuglum testosterone tvöfaldaðist stærð söngkjarnans í heilanum og kvenfuglarnir fóru að syngja á borð við karlana. Heilamismunurinn Margir vísindamenn eru nú sannfærðir um að hormónarnir ákveði kyn heilans hjá mörgum dýra- tegundum með því að breyta upp- byggingu taugafrumanna. En hvað um mannskepnuna? Fram til þessa hafa sannanimar aðeins verið óbeinar. Árum saman hafa vísindamenn vitað að andlegri starfsemi karla og kvenna er stjórnað á ólíkan hátt. Heila- starfsemi karla virðist vera aðskildari, hinum ýmsu atriðum er annaðhvort stjórnað frá vinstri eða hægri helmingi heilans. Stjórnunin er sam- tvinnaðri í heila kvennanna og sömu starfsemi getur verið stjórnað að hluta til úr báðum heilahelmingum. Þetta kom fyrst fram þegar fólk með heila- skemmdir var rannsakað. Læknar veittu því athygli að körlum hætti mun fremur en konum til þess að missa mál við skemmdir í vinstri heilahelmingi og eins gat sjón- og rúmfræðihæfileikinn horfið ef hægri heilahelmingur skaddaðist. Konur misstu minna við svipaðar heila- skemmdir, sama um hvorn heila- helming var að ræða. Sumir vísinda- menn halda því fram að þetta stafi af því að starfsemi heilahelminganna sé samtvinnaðri hjá konum. Konur þroskast oftast fyrr en karlar en það kann að hafa í för með sér að heila- helmingarnir hafi minni tíma til þess að þroskast hvor í Sína áttina, sérhæfast og aðskiljast. Taugasambandið milli heilahelminganna er meira og kannski geta konur þess vegna

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.