Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 19

Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 19
Karlar/konur: HINN MUNURINN 17 einstaklingunum ákveðið hlutverk heldur gera þeim auðveldara að gegnaþví.” Hvernig má þetta gerast? Vísinda- menn trúa því nú að hormónar breyti uppbyggingu heilans. Komið hefur fram munur á heilum karldýra og kvendýra hjá ýmsum dýrategundum, aðallega í undirstúkunni og sjón- taugasviðinu sem eru nátengd æxlunarkerfi líkamans. í þessum hlutum heilans eru taugafrumur karl- dýranna fleiri og stærri heldur en hjá kvendýrunum. Besta dæmið um samband heilans og hormónanna hefur fundist hjá söngfuglum. Vísindamennirnir Fernando Nottebohm og Arthur Arnold hjá Rockefeller háskóla uppgötvuðu fyrir allmörgum árum mismun á klösum heilakjarna eftir því hvort var um að ræða kanarí karl- eða kvenfugla. Kjarnarnir voru næst- um f)órum sinnum stærri hjá karl- fuglunum heldur en kvenfuglunum. Þetta var greinilega skýringin á því hvers vegna karlfuglarnir syngja en kvenfuglarnir ekki. Söngurinn er þýðingarmikið atriði þegar fuglarnir para sig og Nottebohm sýndi fram á að kjarnarnir stækkuðu og minnkuðu eftir því hvort sá tími nálgaðist eða fjarlægðist þegar fuglarnir para sig. Þegar hann gaf fullorðnum kven- fuglum testosterone tvöfaldaðist stærð söngkjarnans í heilanum og kvenfuglarnir fóru að syngja á borð við karlana. Heilamismunurinn Margir vísindamenn eru nú sannfærðir um að hormónarnir ákveði kyn heilans hjá mörgum dýra- tegundum með því að breyta upp- byggingu taugafrumanna. En hvað um mannskepnuna? Fram til þessa hafa sannanimar aðeins verið óbeinar. Árum saman hafa vísindamenn vitað að andlegri starfsemi karla og kvenna er stjórnað á ólíkan hátt. Heila- starfsemi karla virðist vera aðskildari, hinum ýmsu atriðum er annaðhvort stjórnað frá vinstri eða hægri helmingi heilans. Stjórnunin er sam- tvinnaðri í heila kvennanna og sömu starfsemi getur verið stjórnað að hluta til úr báðum heilahelmingum. Þetta kom fyrst fram þegar fólk með heila- skemmdir var rannsakað. Læknar veittu því athygli að körlum hætti mun fremur en konum til þess að missa mál við skemmdir í vinstri heilahelmingi og eins gat sjón- og rúmfræðihæfileikinn horfið ef hægri heilahelmingur skaddaðist. Konur misstu minna við svipaðar heila- skemmdir, sama um hvorn heila- helming var að ræða. Sumir vísinda- menn halda því fram að þetta stafi af því að starfsemi heilahelminganna sé samtvinnaðri hjá konum. Konur þroskast oftast fyrr en karlar en það kann að hafa í för með sér að heila- helmingarnir hafi minni tíma til þess að þroskast hvor í Sína áttina, sérhæfast og aðskiljast. Taugasambandið milli heilahelminganna er meira og kannski geta konur þess vegna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.