Úrval - 01.01.1982, Page 25

Úrval - 01.01.1982, Page 25
ÓTRÚLEGT EN SATT sem meira er notuð vaxa hraðar. — Það þarf 17 vöðva til að brosa en 43 til að gretta sig. Á 72 ára mannsævi slær hjartað meira en 3.000 milljón sinnum. Svarta ekkjukóngulóin étur maka sinn eftir mök við hann (hún getur étið eða rifíð í sundur 25 friðla á dag). — Maur getur lyft fimmtugfaldri þyngd sinni. — Termítadrottningin getur orðið fímmtíu ára gömul. — Kálormurinn hefur um 2000 vöðva. Moldvarpa getur grafíð 90 metra löng göng á einni nóttu. — Snákar hafa lyktarskynið í tungunni. — Hver skyldi vera hraðskreiðasti fískur sjávarins? Kannski segl- fískurinn; hann nær um 110 km hraða á klukkustund. — Broddgöltur hefur 36.000 brodda. — Leðurblakan er eina spendýrið sem getur flogið. — Hestur getur sofið standandi. — Kindur drekka aldrei úr rennandi vatni, samanber 23. Davíðssálm: Á grænum gmndum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Samkvæmt nýjustu kenningum um almennt afstæði er stysta leið milli tveggja punkta bogalína; samsíða línur mætast; og geimurinn er bæði takmarkaður og endalaus. — Ismoli sem bráðnar í glasi hækkar ekki inni- hald þess; rýmið sem hann tók í vatninu er ekki meira en vatns- innihald hans. Þótt einhver byrjaði að telja á meðalhraða við fæðingu og héldi því stanslaust áfram fram að sextíu og fimrn ára aldri myndi hann 23 ekki hafa komist upp í þúsund milljónir. Það þarf meiri orku til að tyggja selju heldur en fæst úr henni. Venjulegur maður innbyrðir að meðaltali um eitt tonn á ári af mat og drykk. Höfundur bókanna um Sherlock Holmes, Arthur Conan Doyle, var læknir. — I Ferðum Gullivers lýsti Jonathan Swift tveim tunglum Mars 150 árum áður en nokkurt tungl var uppgötvað þar. ★

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.