Úrval - 01.01.1982, Page 26
24
ÚRVAL
Sundrað af innbyrðis deilum verður nú þetta land, sem á
við ærinn vanda að etja, að horfast í augu við nýja ógn
sem er útþenslustefna og slægð Sovétríkjanna.
BLIKUR YFIR PAKISTAN
— Anthony Paul —
VI<
/I\ ✓I\ /I\
*
. »
A
STANDIÐ er óheilla-
vænlegt á landamærum
Afgarristan og Pakistan.
Rúmlega milljón Afgana
hefur þyrpst inn í
flótta undan rússneska
M/ V’/ \ T/ \'/ \T/
Pakistan á
innrásarliðinu. Yfir norðvestur landa-
mærunum eru MIG-21 könnun-
arvélar á sveimi. Þessir óboðnu gestir
fljúga inn yfír pakistanskt um-
ráðasvæði, að öllum líkindum í þeim
tilgangi að ljósmynda varnir landsins.
Á sama svæði hafa þyrlur sovéska
hersins flogið inrr að landamæraher-
stöðvunum.
Úr suðvestri berast fregnir af
sovéskum erindrekum sem á virkan
hátt hvetja hin róttæku samtök
stúdenta í Balukistan. Sú hreyfing er
málsvari „Balukistans hins meira”,
sjálfstæðs ríkis undir verndarvæng
Sovétríkjanna, en það er sá hluti
Pakistan sem byggist af Balúk-þjóð-
flokknum og nágrannaríkið íran.
Sjaldan hefur jafnmikil hætta
steðjað að Pakistan, jafnt innan frá
sem utan, þau 33 ár sem landið hefur
verið sjálfstætt. Pakistan er á eystri
væng þess svæðis sem kallað hefur
verið spennusvæðið en það er stór
hluti Vestur-Asíu og Mið-Austur-
landa sem ógnað er af sovéskri ævin-
týramennsku. Þrátt fyrir þetta sigla
olxuskip meðfram ströndum
Balukistan með 76% japanskrar olíu
og 36% þeirrar olíu sem flutt er til
Bandaríkjanna.
Vandamál Pakistan stafa í upphafi
af legu landsins. Um það liggur eina
greiðfæra landleiðin milli Evrópu og