Úrval - 01.01.1982, Síða 27

Úrval - 01.01.1982, Síða 27
BLIKUR YFIR PAKISTAN 25 Mið-Austurlanda að suðvesturhluta Kína og hluta Indlands. Endalaus blanda írana, Mið-Asíubúa, Síberíu- manna, Grikkja, Indverja, Tyrkja, araba og mongóla hefúr farið hér um eða sest hér að. Þar af leiðir að í Pakistan er fjöldi þjóða, trúarflokka og stétta sem síðan skiptast í fjölda smærri hópa. Sjö tungumál eru töluð í landinu og tólf eða fleiri mállýskur. Við allan þennan glundroða bættist síðan atvik sem ekki var stórt stjórnmálalega séð en átti eftir að draga langan dilk á eftir sér hvað mannleg samskipti varðaði: skipting Indlands árið 1947. Þegar Bretar komust að raun um að ekki var hægt að fá múhameðstrúarmenn og hindúa til að mynda eina sjálfstæða þjóð í Indlandi var ákveðið að stofna tvö ríki: Indland, þar sem að mestu leyti bjuggu hindúar, og Vestur og Austur-Pakistan sem féll í hlut múhameðstrúarmanna. Þessir lands- hlutar eru aðskildir af gríðarstóm landflæmi sem tilheyrir Indlandi. Álitið er að um hálf milljón flótta- manna hafi látist í þeirri ringulreið sem fylgdi þessari þjóðarskiptingu sem er einhver sú mesta sem sögur fara af. Skiptingin olli ævarandi óvinátm milli þjóðanna. I augum margra Pakistana er Indland, sem er annað fjölmennasta land í heimi, tákn ógn- vænlegrar útþenslu. Indverjar, sem em rúmlega átta sinnum fleiri en Pakistanir, líta á Pakistan sem hreina og beina móðgun, ófyrirgefanlega skiptingu Bharat Mata, ,,Móður Indlands”. Pakistan lagði strax frá byrjun mikla áherslu á hernað og átti í erjum við Indland 1947, 1965 og 1971. Byrjunarörðugleikar Fyrsta stjórnarskrá Pakistan, sem kom árið 1956, kom ekki að miklu gagni hvað trúarbrögð, menningu og skiptingu landsins varðaði. Ekki veitti hún heldur svar við mikilvægustu spurningu Pakistan: Að hve miklu leyti átti að samræma trúarbrögð og stjórnarfar í landinu? I tvö ár eftir tilkomu stjórnar- skrárinnar vom næstum slfelldar óeirðir í landinu og stefndi allt að fjárhagslegri hnignun og öngþveiti í stjórnmálum. Yfirhershöfðinginn Ajúb Khan og samstarfsmenn hans álitu að stjórnmálamennirnir hefðu svikið þjóðina og eftir byltinguna í október 1958 gerði Ajúb sjálfan sig að forseta og einræðisherra. (Síðan landið varð sjálfstætt hefur herinn farið með stjóm þess í 16 ár og aðeins tvisvar hafa farið fram kosningar. Ráðherrar fyrstu ríkisstjórnarinnar sem kosin var hitmst aldrei og mikið vantaði upp á að seinni kosningarnar fæm fram eins og vera bar.) Ausmr-Pakistanir urðu fyriræmeiri vonbrigðum og óánægja þeirra jókst mjög við að landinu var stjórnað af vesturhlutanum sem var fjárhagslega og pólitískt sterkari en ekki eins fjöl- mennur. Þessir stöðugu árekstrar urðu að borgarastyrjöld árið 1971.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.