Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 29
BLIKUR YFIR PAKISTAN
27
stjórnað og flóð og þurrkar höfðu gert
að engu loforð ríkisstjórnarinnar um
,,mat, klæði og skjól”. Olíuútgjöld
ríkisins höfðu aukist um meira en
600% á þremur árum. Verðbólgan
var 25 % og jókst í sífellu.
Þyngst á metunum varð þó sú yfir-
lýsing múhameðstrúarmanna, sem
mynduðu stjórnarandstöðu, að Búttó
væri ekki heill í trú sinni. Mikil
andstaða varð nú gegn stjórnvöldum
og útlit var fyrir að Búttó mætti
þakka fyrir ef hann næði veikum
meirihluta.
Ríkisstjórnin reyndi að bjarga sér
með ákafri atkvæðasöfnun.
Árangurinn varð geigvænlegur því að
stjórnarandstaðan náði aðeins 36
sætum af 200 í kosningunum.
Andstæðingar Búttós voru höggdofa
og neituðu að taka við þeim þing-
sætum sem þeir höfðu unnið.
Múgurinn reif upp járnbrautarlínur,
brenndi vöruvagna og grýtti jafnt
lögreglu sem hermenn.
í viðleitni sinni til að draga úr
óánægju fjöldans lét Búttó semja ný
lög, mjög í anda múhameðstrúar-
manna, kom á bænahringingum,
ásakaði CIA fyrir stuðning við
andstöðumenn sína, fangelsaði og
reyndi síðan að semja við félaga
stjórnarandstöðuflokkanna. Allar
þessar tilraunir mistókust. Þegar
fundir með Búttó og andstæðingum
hans höfðu allir runnið út í sandinn,
og óeirðirnar héldu áfram, lét Sía
setja Búttó í stofufangelsi.
Engin náðun
Búttó og fjórir liðsmenn hans voru
síðan ákærðir fyrir morðið á föður