Úrval - 01.01.1982, Page 30

Úrval - 01.01.1982, Page 30
28 ÚRVAL Khans og voru þeir allir dæmdir til dauða. Náðunarbeiðnir streymdu til Sía frá fjölda þjóðarleiðtoga en allt kom fyrir ekki. Búttó var hengdur 4. apríl 1979- Meðfangar hans voru teknir af lífi stuttu seinna. Þó að flokkur Búttós hafi verið bannaður er hann enn í góðu gengi og með stjórn hans fer ekkja Búttós og dóttirþeirra. Mótmælunum gegn hernaðar- ástandinu er enn haldið áfram í Pakistan og sífelldar trúarerjur eru í landinu. Þar að auki hefúr Pakistan upp á síðkastið orðið að sætta sig við vaxandi athygli Sovétríkjanna. Álitið er að um 80 af 230 starfsmönnum á vegum Rússa í Karachi og Islamabad séu á snærum leyniþjónustunnar. KGB styður hinn bannlýsta flokk Búttós og þau vinstrisinnuðu öfl sem taka vilja að sér stjórn flokksins þó að ekki sé þetta gert opinberlega. Hættulegur leikur Handan landamæra Pakistan eru athafnir Rússa enn geigvænlegri. í liðlega öld hefúr Afganistan verið eins konar stuðpúði milli Rússlands annars vegar og Pakistan, Indlands og írans hins vegar. Þetta breyttist allverulega þegar Sovétmenn réðust inn í Afganistan í desember 1979 og gegnir Pakistan nú hlutverki „stuð- púðans”. Landið hafði átt í erflðleikum við að halda uppi herafla við austurlandamærin og vom vesmr- landamærin því nánast varnarlaus. Því er ekki laust við að vemlegan ugg setji að þeim sem nú ferðast um suðvestur Asíu. Ég hitti unga Afgani og ræddi við þá í Balukistan og einnig í herstöðvum skæmliða í Kandahar- héraði í Afganistan. Andlitsdrættir þeirra lýstu hatri á sovésku innrásar- mönnunum og þeir sýndu mér nýleg ör á handleggjum sínum og fótum. Það vom minjar pyndinganna sem þeir höfðu orðið að þola í fangelsum kommúnista. En Mujahidin-samtökin eru mjög klofið afl. Þegar síðast var talið kom í ljós að um það bil sex stórir hægriflokkar væm í Pakistan og höfðu þeir stærstu aðalstöðvar í Pesjawar. Mikill skortur er á nýjum vopnum hjá þessum hópum, sérstak- lega ef þeir eiga í höggi við brynvarða bíla og þyrlur. En þrátt fyrir þetta virðist starfsemi þeirra knýja kommúnista til stórfelldra hefndar- aðgerða. Skömmu eftir heimsókn mína til Pesjawar þar sem Jamiat-i- Islami, stærsti hópurinn innan Mujahidin, hefur aðsetur sitt sprengdu skemmdarverkamenn kommúnista hús samtakanna í loft upp og létust þar margir liðsmenn þeirra ásamt saklausum vegfar- endum. Þegar tekið er tillit til vaxandi hernaðaraðgerða á þessu svæði er það augljóst að Pakistan þarf nauðsynlega á vopnum og félagslegum stuðningi að halda, en hvert á að leita? Ef litið er á Sovétríkin sem hugsanlegan andstæðing em aðeins tvö lönd eftir

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.