Úrval - 01.01.1982, Side 32

Úrval - 01.01.1982, Side 32
30 ÚRVAL Sjaldan eÖa aldrei hefur jafnhart verið barist gegn kristinni trú í Sovétríkjunum og nú er gert en kristnir menn í landinu neita að gefast upp. KREML GEGN KIRKJUNNI — Joseph A. Harriss — ILLJÖNIR sjónvarpsá- gjörvöll * * >1' M horfenda um Sovétríkin fylgdust með játningunni. „Ég afneita öllu sem ég hef hingað til verið að gera,” las þrekvaxinn, skeggjaður presturinn upp úr hand- ritinu sem hann var með fyrir framan sig. ,,Ég geri mér ljóst að hin svo- kallaða barátta mín gegn guðleysi hefur verið barátta gegn Sovétstjórn- inni sjálfri.” Faðir Dimitrí Dúdkó hafði um lang- an tíma verið einn af forvígismönnum þeirra sem börðust fyrir guðstrú í Sovétríkjunum. Árið 1973 tók hann að standa fyrir samkomum á laugar- dagskvöldum með söfnuði sínum en hann tilheyrði grískkaþólsku kirkj- unni í Moskvu. Á þessum kvöld- vökum svaraði hann af hispursleysi spurningum safnaðarins um siðfræði og hlutverk kristinnar trúar í lífi manna nú á dögum. Mikill mann- fjöldi kom á þessar kvöldvökur, sér- staklega ungt fólk og menntamenn sem greinilega voru snortnir af hrein- skilnislegum árásum prestsins á guðleysið. ,,Það þarf ekki mikið til þess að vera guðleysingi,” sagði hann. ,,En það er hetjudáð að trúa á guð.” Vaxandi fylgi fólks við Dúdkó varð til þess að sovésk yflrvöld ákváðu að senda hann í nýja sókn fjarri Moskvu. Yfírvöldunum tókst þó ekki að þagga niður boðskap prestsins. Predikanir Dúdkós héldu áfram að berast til

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.