Úrval - 01.01.1982, Page 33

Úrval - 01.01.1982, Page 33
KREML GEGN KIRKJUNNI 31 Moskvu með samizdat, útgáfu neðan- jarðarhreyfingarinnar í Sovétríkjun- um. Þetta gat ekki haldið svona áfram lengi. Hópur KGB-manna birtist í miðri messu 13. janúar 1980 til þess að ná í prestinn. Mennirnir fóru með hann til Lefortóvó-fangelsisins í Moskvu þar sem yfirheyrslur hófust yflr honum. Þær náðu hámarki sex mánuðum síðar með yfírlýsingunni sem hann gaf um ævistarf sitt. Ýmsir viðstaddir héldu því fram að Dúdkó hefði verið undir áhrifúm lyfja. Mikilvæg skilaboð bárust svo frá honum til Vesturlanda nokkrum vikum síðar: ,,Það er ekki aðeins trúarleiðtogi ykkar sem KGB hefur sótt til sakar. Það er rússneska rétt- trúnaðarkirkjan sjálf — og í henni Kristur — sem hefur verið dreginn fyrir dóm.” Afturtil katakombanna Réttarhöld yfír kristninni hafa verið viðtekin venja í sögu Sovétríkj- anna. Þau hafa ævinlega verið haldin en af mismiklum krafti og hafa aldrei hætt alveg. Á árunum eftir 1930 lét Stalín loka flestum bænastöðum í landinu og fækkaði prestum til muna, annaðhvort með því að reka þá í útlegð, setja þá í fangelsi eða láta drepa þá. Níkíta Krústjoff lét enn herða ofsóknirnar gegn kristindómn- um og hrósaði sér af því að hægt yrði að sýna síðasta kristna manninn í

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.