Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 34

Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 34
32 ÚRVAL sjónvarpi árið 1965. Honum tókst þetta þó ekki en Leóníd Brésnev hefur haldið árásunum áfram. Yfirvöld í Moskvu hafa aðeins veitt um 50 kirkjum heimild til að starfa en þar búa um 8 milljónir íbúa. Prestaskólar hafa aðeins leyfi til þess að útskrifa örfáa presta sem ríkið veitir réttindi til að starfa. Nú á dögum eru innan við 10 þúsund prestar starfandi á vegum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, í 7500 kirkjum. Til samanburðar má nefna að árið 1917 störfuðu 57 þúsund prestar í 54 þúsund kirkjum. Um allt land eru vanhelgaðar kirkjur notaðar sem vöruhús, klúbb- ar, tónleikahallir og söfn og enn aðrar kirkjur hafa hreinlega verið eyðilagðar. í bréfí frá kaþólskum Úkraínubúa má lesa eftirfarandi um ástandið: ,, Aldrei áður hafa trúaðir fylgismenn kristninnar orðið fyrir jafnmiklum ofsóknum eins og hér og nú. Kaþólikkar í Úkraxnu hafa verið sviptir öllu — eðlilegu fjölskyldulífí, málfrelsi, leyfi til að tilbiðja guð. Við búum í katakombum. ’ ’ Kylfur og vatnsslöngur í stjórnarskrá Sovétríkjanna er mönnum tryggt hugsanafrelsi. Sovéskir leiðtogar hétu því með undirskrift Helsinki-sáttmálans árið 1975 að virða rétt manna til guðs- dýrkunar. Reyndin er þó sú að ólög- legt er nær allt það sem snertir trúar- brögð og tilbeiðslu guðs. Menn mega halda guðsþjónustu á bænastöðum sem opinberir aðilar hafa veitt heimild fyrir — og þar með búið. Það sem þeir mega ekki gera er nánar til- tekið í reglum Kommúnistaflokksins og fjöldanum öllum af öðrum reglu- gerðum. Bannað er — nema með tor- fengnum undanþágum frá stjórninni — að halda sunnudagaskóla fyrir börn, að efna til bænafunda eða biblíulestrar á heimilum, meira að segja að gera góðverk á veikum og gömlum. Ef söfnuðir vilja fá að starfa á löglegan hátt verða þeir að sækja um opinbera skráningu hjá ráðuneyti því sem fer með málefni kirkju og trúar- bragða. Þar er hins vegar oftlega neit- að um þannig skráningu án þess að gefa nokkrar skýringar á neituninni. Hljóti söfnuðurinn viðurkenningu verður presturinn einnig að fá skrán- ingu. Kirkjur og allt sem í þeim er eru eign ríkisins, meira að segja þótt þær hafí verið byggðar á kostnað safnaðanna sjálfra — og heimilt er að loka þeim án fyrirvara. Sem dæmi um þetta má nefna að yfirvöld ákváðu að taka eignarnámi bænahús baptista í borginni Brjansk. Söfnuðurinn hafði sjálfur reist bæna- húsið á eigin kostnað og hafði kostnaðurinn numið um 637.500 krónum. Þegar safnaðarfólk kom sér fyrir f byggingunni og neitaði að yfir- gefa hana birtust 300 lögreglumenn og KGB-menn vopnaðir kylfúm og vatnsslöngum. Um 150 manns urðu fyrir líkamsmeiðingum í sex klukku-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.