Úrval - 01.01.1982, Page 34

Úrval - 01.01.1982, Page 34
32 ÚRVAL sjónvarpi árið 1965. Honum tókst þetta þó ekki en Leóníd Brésnev hefur haldið árásunum áfram. Yfirvöld í Moskvu hafa aðeins veitt um 50 kirkjum heimild til að starfa en þar búa um 8 milljónir íbúa. Prestaskólar hafa aðeins leyfi til þess að útskrifa örfáa presta sem ríkið veitir réttindi til að starfa. Nú á dögum eru innan við 10 þúsund prestar starfandi á vegum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, í 7500 kirkjum. Til samanburðar má nefna að árið 1917 störfuðu 57 þúsund prestar í 54 þúsund kirkjum. Um allt land eru vanhelgaðar kirkjur notaðar sem vöruhús, klúbb- ar, tónleikahallir og söfn og enn aðrar kirkjur hafa hreinlega verið eyðilagðar. í bréfí frá kaþólskum Úkraínubúa má lesa eftirfarandi um ástandið: ,, Aldrei áður hafa trúaðir fylgismenn kristninnar orðið fyrir jafnmiklum ofsóknum eins og hér og nú. Kaþólikkar í Úkraxnu hafa verið sviptir öllu — eðlilegu fjölskyldulífí, málfrelsi, leyfi til að tilbiðja guð. Við búum í katakombum. ’ ’ Kylfur og vatnsslöngur í stjórnarskrá Sovétríkjanna er mönnum tryggt hugsanafrelsi. Sovéskir leiðtogar hétu því með undirskrift Helsinki-sáttmálans árið 1975 að virða rétt manna til guðs- dýrkunar. Reyndin er þó sú að ólög- legt er nær allt það sem snertir trúar- brögð og tilbeiðslu guðs. Menn mega halda guðsþjónustu á bænastöðum sem opinberir aðilar hafa veitt heimild fyrir — og þar með búið. Það sem þeir mega ekki gera er nánar til- tekið í reglum Kommúnistaflokksins og fjöldanum öllum af öðrum reglu- gerðum. Bannað er — nema með tor- fengnum undanþágum frá stjórninni — að halda sunnudagaskóla fyrir börn, að efna til bænafunda eða biblíulestrar á heimilum, meira að segja að gera góðverk á veikum og gömlum. Ef söfnuðir vilja fá að starfa á löglegan hátt verða þeir að sækja um opinbera skráningu hjá ráðuneyti því sem fer með málefni kirkju og trúar- bragða. Þar er hins vegar oftlega neit- að um þannig skráningu án þess að gefa nokkrar skýringar á neituninni. Hljóti söfnuðurinn viðurkenningu verður presturinn einnig að fá skrán- ingu. Kirkjur og allt sem í þeim er eru eign ríkisins, meira að segja þótt þær hafí verið byggðar á kostnað safnaðanna sjálfra — og heimilt er að loka þeim án fyrirvara. Sem dæmi um þetta má nefna að yfirvöld ákváðu að taka eignarnámi bænahús baptista í borginni Brjansk. Söfnuðurinn hafði sjálfur reist bæna- húsið á eigin kostnað og hafði kostnaðurinn numið um 637.500 krónum. Þegar safnaðarfólk kom sér fyrir f byggingunni og neitaði að yfir- gefa hana birtust 300 lögreglumenn og KGB-menn vopnaðir kylfúm og vatnsslöngum. Um 150 manns urðu fyrir líkamsmeiðingum í sex klukku-

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.