Úrval - 01.01.1982, Side 35
KREML GEGN KIRKJUNNI
33
stunda bardaga sem á eftir fór. Ríkið
náði að því búnu kirkjunni.
Fulltrúar kirkjumálaráðuneytisins
vinna í nánum tengslum við eftirlits-
menn á hverjum stað sem skrifa niður
hverjir koma til guðsþjónustu.
Einstaklingar, sem taka þátt í starf-
semi safnaða er ekki hafa hlotið
viðurkenningu hins opinbera eða
brjóta á annan hátt lög varðandi trú-
mál, hljóta venjulega sekt sem svarar
hálfum mánaðarlaunum verkamanns í
Sovétríkjunum. Enn aðrar og illa
þokkaðar leiðir til að ofsækja kristna
menn eru að taka börn þeirra af
heimilunum. Gott dæmi um þetta
eru ákærumar á hendur hvítasunnu-
fólkinu Anatoli og Antonínu
Sévsénkó í síberíska námubænum
Tsérnógorsk. ,,Þau neyddu börnin til
þess að trúa á guð,” sagði ákær-
andinn. „Þau neyddu þau til þess að
lesa biblíuna, til þess að biðja og fara
á bænafundi hjá hvítasunnusöfnuð-
inum.” Heimtað var að þrjú börn
Sévsénkóhjónanna yrðu sett á
munaðarleysingjahæli.
Sálmar bannaðir
Stöðugt berast til Vesturlanda fyrir
tilstilli leynilegrar útgáfustarfsemi
kristinna manna fleiri og fleiri frá-
sagnir um ofsóknir Sovétyfirvalda á
hendur kristnum mönnum. Þessi rit
kristinna manna em nú um 40% allra
þeirra rita sem gefin em út á laun í
Sovétríkjunum. Fjölmargir söfnuðir,
sem öðluðust aukinn kjark með til-
komu Helsinki-sáttmálans og þeirrar
athygli sem þjáningar þeirra hafa
vakið á Vesturlöndum, hafa nú aflað
sér sinna eigin málsvara sem segja frá
hefndaraðgerðum og ofsóknum, sem
þeir verða að þola, og semja lista yfir
þá sem hnepptir hafa verið í fangelsi
vegna trúarskoðana sinna.
Oft hættir þetta fólk miklu við
störf sín. Til dæmis var hin 37 ára
gamla Nijóle Sadúnaíte í Vilníus
dæmd til þriggja ára þrælkunar og
þriggja ára útlegðar þegar ein
blaðsíða fannst í ritvél hennar úr
blaði því sem gefið er út á laun í
Litháen á vegum kirkjunnar. Ákæran
hljóðaði upp á að hún væri að dreifa
andsovéskum skrifum.
Sovésk yfirvöld beita gjarnan
dómum sem þessum við þrjóska
guðsdýrkendur. Nokkur nýleg dæmi:
★ Valería Makíva, 49 ára gömul
grísk-kaþólsk nunna, var tekin föst
árið 1978 og sökuð um að hafa
„stundað ólöglega verslun”. Hún
hafði saumað út kuflbelti með texta
úr 91. sálmi og síðan selt þau fyrir
eina rúblu. Peningana notaði hún til
þess að aðstoða nunnur úr klaustrum
sem leyst höfðu verið upp. Hún var
dæmd til dvalar um óákveðinn tíma á
geðveikrahæli vegna þess að hún væri
hættuleg umhverfl sínu.
★ Nikolaí Góretoí, 58 ára gamall
prestur í Krasnodar nálægt Svarta-
hafí, var tekinn fastur árið 1979 sak-
aður um að hafa aðstoðað hvíta-
sunnumenn við að sækja um að kom-
ast úr landi. Þrátt fyrir að Góretoí