Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 36

Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 36
34 ÚRVAL væri bæði sjúkur og blindur — hann hafði misst heilsuna vegna 10 ára dvalar í fangabúðum — var hann dæmdur til sjö ára þrælkunarvinnu og síðan í fimm ára útlegð. ★ Vladimír Sélkof, leiðtogi aðventista, var handtekinn í Tasként árið 1978. Hann var 82 ára og sakaður um að hafa „dreift upplognum óhróðri um Sovétríkin”. Hann hafði þegar setið í nærri 24 ár í fangelsi og vinnubúðum og verið í útlegð en samt sem áður var hann nú enn einu sinni dæmdur og nú í fimm ára þrælkun. Hann dó í janúar 1980 eftir aðeins nokkurra mánaða afplánun. Leynifundir Hinn harði dómur Sélkofs sýnir ve! afstöðu Sovéttíkjanna til einnar millj- ónar óskráðra kristinna manna — baptista, hvítasunnumanna og aðvendsta — sem hafa neitað að sameinast undir hatti hinnar ríkisvernduðu mótmælendakirkju 1 landinu. Baptistar eru fjölmennasti hópur mótmælenda, um 100 þúsund talsins. Jennadí Krjútskof, yfirmaður baptista, hefur verið hundeltur undanfarin 18 ár — og þar af eytt 3 árum í vinnubúðum. Hann ferðast um landið og heldur leynifundi með kirkjuleiðtogum og stjórnar leyni- legri útgáfustarfsemi baptista sem gefa út ritið Hinn kristni. Útgáfan hófst fyrir tíu ámm og var þá notuð vél úr gamalli þvottavél, keðja úr hjóli og heimatilbúið blek við prentun alls konar kristilegra rita. Hópurinn, sem að þessari útgáfu starfar, hefur ekki látið lögregluleitir aftra sér. Þó hefur af þeim sökum fimm prentsmiðjum verið lokað og 20 starfsmenn sendir í fangelsi. Fram til þessa hafa verið gefnar út 500 þúsund biblíur og sálmabækur. Nú hefur hópurinn yfir að ráða offset- prentsmiðju sem hægt er að taka sundur og flytja í smáhlutum, án þess mikið beri á, hvert á land sem er. Fáir en hugrakkir Hin opinbera grísk-kaþólska kirkja í landinu hefur samið frið við ráðamennina í Kreml og styður stefnu Sovétríkjanna á alþjóðavett- vangi eins og til dæmis í Alkirkju- ráðinu. Á móti kemur að trúar- leiðtogar kirkjunnar njóta hlunninda á borð við góð laun og akstur í límósínum út á sveitasetur sín. Um þetta hefur Alexander Solsénitsín sagt með fyrirlitningu: „Kirkja undir einræðisstjórn guðleysingja er fyrir- bæri sem ekki hefur sést í 2000 ár. ” Fáeinir hugrakkir menn hafa reynt að endurvekja skilning grísk-kaþólsku kirkjunnar á tilgangi sínum. Árið 1974 stofnuðu nokkrir gísk-kaþólskir menntamenn prestaskóla í Moskvu. Þeir hittust óformlega á heimilum sínum og ræddu þar trúmál og skrif- uðu meira að segja einu sinni opið bréf til ungs fólks í Bandaríkjunum. „Við styðjum hugmyndir ykkar um frelsi, mannúð, heiðarleika og ást á heiminum,” sögðu þeir. „Fyrir til- stilli ykkar og þess fordæmis sem þið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.