Úrval - 01.01.1982, Side 37
KREML GEGN KIRKJUNNI
hafið sett hafa hundruð ungra manna
í landi okkar brotist undan einræðis-
legum hugmyndafræðilegum þving-
unum.”
Aðeins unga fólkinu hefði getað
dottið í hug að hægt væri að brjótast
undan valdi KGB. Árið 1976 réðst
lögreglulið inn í íbúð stofnanda
prestaskólans, Alexanders Ögórodn-
íkofs, og færði hann og nokkra félaga
hans til yfirheyrslu. Næsta dag var
Ógórodníkof rekinn úr vinnunni.
Síðar var hann dæmdur til eins árs
þrælkunarvinnu fyrir að stunda ekki
vinnu. Á meðan hann afplánaði
dóminn var hann sakaður um undir-
róðursstarfsemi gegn Sovétstjórninni
og hlaut fyrir það sex ár til viðbótar í
þrælkunarbúðunum.
Ofsóknirnar vegna prestaskólans
enduðu ekki við handtöku Ögórodní-
kofs. Félagar vom gripnir á götum úti
í Moskvu, yfirheyrðir og leitað á
þeim. Einn af öðmm vom leiðtog-
arnir teknir og dæmdir í fangabúðir
eða settir á geðveikrahæli.
Þrátt fyrir allt þetta vom aðrir
fylgismenn grísk-kaþólsku kirkjunnar
fúsir að reyna að bjarga heiðri kirkj-
unnar. Tveimur ámm eftir stofnun
prestaskólans stofnuðu þrír menn ráð
til verndar rétti kristinna manna í
Sovétríkjunum. Faðir Gleb Jakúnín
og leikmaðurinn Viktor Kapítantsjúk
35
hófust þegar handa, vitandi að KGB
mundi ekki gefa þeim mikinn tíma
til að gera það sem þeir ætluðu sér.
Þeir gáfu út rit með upplýsingum um
ofsóknir á hendur kristnum mönnum
í Sovétríkjunum. Þeir gáfu út yfir-
lýsingar til varnar kaþólskum og mót-
mælendum í landinu. Þeir sendu frá
sér bænaskrár og áfrýjunarskjöl og
opin bréf. Allt í allt hafa þeir sent frá
sér hvorki meira né minna en 417
skjöl og rit, samtals 2891 blaðsíðu,
þungar kæmr á Kremlverja og herferð
þeirra gegn kristinni trú. Faðir
Jakúnín var handtekinn árið 1979 og
Kapítantsjúk árið 1980 en ráðið hefur
samt haldið áfram baráttunni.
Önnur og meiri barátta — að halda
lífi í trúarlegri endurvakningu í
Sovétríkjunum — heldur einnig
áfram, þó ekki væri nema vegna þess
að kristindómurinn er það sem helst
getur komið í staðinn fyrir trúna á
marxismann sem svo margir Rússar
hafa glatað. Georgí Vins, baptista-
leiðtogi sem um þessar mundir er í
útlegð í Bandaríkjunum, segir:
„Trúleysingjastjórnvöldin í Sovét-
ríkjunum óttast biblíuna og kraft
kristinnar trúar. Þess vegna er barist
gegn kristindómnum með fangels-
um, fangabúðum og geðveikra-
hælum — aðferðum sem segja ekki
sögu um vald heldur hversu
vonleysislega veikt trúleysið er. ” ★
Um svipað leyti og Eric Sevareid komst á eftirlaun komst hann svo að
orði í sjónvarpsviðtali: ,,Ég er dálítið svartsýnn um morgundaginn en
bjartsýnn um daginn þar á eftir. ’ ’