Úrval - 01.01.1982, Page 38

Úrval - 01.01.1982, Page 38
36 ÚRVAL j ^Hugsuri í oröum Ég met vin minn sem leitar í dagbókinni sinni til að fínna tíma handa mér en ég lofsyng þann sem þarf ekki að líta í dagbókina til að fínna tíma handa mér. -— Robert Brault Segðu aldrei ungum manni að eitthvað sé ekki hægt. Guð hefur kannski beðið öldum saman eftir því að einhver sé svo fávís að vita ekki að það er ómögulegt. —John Andrew Holmes I verkum snillinganna sjáum við okkar eigin hugsanir sem við höfum ýtt frá okkur: þær vitja okkar á vissan hátt aftur með tígu- leika þess sem gefíð hefur verið. _ Ralph Waldo Emerson Ekki losa kameldýrið undan byrði kryppunnar: þú gætir verið að losa það frá því að vera kameldýr. — G.K. Chesterton Þegar einhver krefst blindrar hlýðni ættirðu ekki að vera svo vitlaus að nota augun. — Jim Fiebig Hugrekki á sér oft skýringar í vanþekkingu en hugleysi er aftur á móti afleiðing staðgóðra upplýsinga. — Peter Ustinov Varastu reiði hins þolinmóða manns. —John Dryden Hvert okkar er nógu þroskað til að eignast börn fyrr en þau koma? Gildi hjónabandsins felst ekki í því að fullorðnir búi til börn heldur að börnin búi til fullorðið fólk. — Peter De Vries.

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.