Úrval - 01.01.1982, Side 40

Úrval - 01.01.1982, Side 40
38 ÚRVAL Á okkar tímum, tímum umróts og keppni, eru til aðferðir til að gefa þessum ómetanlega eiginleika tœkifæri til þroska VÖXTUR ÁSTARINNAR — Ardis Whitman — AÐ var haustkvöld í || Nova Scotia. Fínn regn- ^ úðinn féll á skyggnið yfir vlí veröndinni. Það var vÍxvK'/K'Tdit nógu kalt til að réttlæta að kveikt væri upp í kabyssunni. Pabbi gekk að píanðinu og spilaði á það lag með einum fingri. Mamma brosti eins og hún skildi merkið. Hún lagði frá sér saumadótið og settist við hlið hans á bekkinn. Þau sungu — hann hafði háa, fallega tenórrödd og mamma kristalls- tæran sópran. Bróðir minn, sem kom inn í þessu, fór rakleitt að píanóinu og söng með. Að lokum bættist mín rödd í hópinn en ég var þó enginn söngvari. Ég gat sungið altinn, tvær laglínur eða svo. Pabbi klappaði mér. , Já, víst geturðu þetta,” sagði hann. 'i' „Þetta vargott.” Ég hef oft minnst þess hve ég var innilega hamingjusöm á þessu andar- taki og viss um að ég væri elskuð. Það tók mig margra ára erfiði að skilja að kærleikur fjölskyldu okkar kom ekki af sjálfu sér. Við urðum að læra um kærleik hvert af öðru. Staðreyndin er sú að ást kemur ekki bara — ekki einu sinni milli fólks sem virðist eðlilega ástfangið eins og foreldrar mínir. Ég held að sérstakt andrúms- loft sé til sem hentar ástinni best — lífsstíll sem flýtir fyrir þroska þessa óviðjafnanlega eiginleika. í fyrsta lagi þarf ástin tíma. Fólk verður ástfangið um stund en þroskuð ást er eins og tré sem vex hægt og hægt upp af fræi og fær lauf- mikla, víðfeðma krónu. — Stytt úr Woman’s Day —

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.