Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 41

Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 41
VÖXTUR ÁSTARINNAR 39 Fólk þarf tíma til að láta ástina þroskast, til að átta sig á sérkennum hvert annars og til að taka þátt í gleði og sorgum hvert annars. Þess vegna er það sorglegt þegar hjónaskilnaður verður vegna augnabliksreiði; þegar börn og foreldrar gefast upp hvert á öðru; þegar vinskapur er úti við fyrsta áfall; þá er fyrirgert hinni tímafreku list — stöðugri ást. Ástin þarfnast líka annars konar tíma, ekki bara árvaxtar heldur sér- stakra stunda út af fyrir sig. I annríki okkar daga, þar sem flest okkar eru bundin klukkunni, reynum við að leysa í flýti allan okkar vanda, líka þann sem á sér dýpri rætur og þarfnast lengri tíma til að jafna sig. Hjón eyða alltof sjaldan næðisstund í að skilja hvort annað og sýna hvort öðru hlýjar tilfínningar. Foreldrar fínna sjaldan tíma til að tala við börn sín með þvi skilningsríka hugarfari sem er undirstaða kærleikans. Og vinir ýta hvor öðrum frá sér með því að segja: „Við verðum bráðum að hittast almennilega. ’ ’ Flýtir okkar er skiljanlegur en kostnaðarsamur. Ég þekkti eitt sinn föður og son sem smám saman voru orðnir svo fjarlægir hvor öðrum að þeir fundu ekkert lengur til að segja hvor við annan. Sonurinn, nýbúinn í háskóla, hafði ráðgert að eyða sumrinu í að ferðast um landið á gömlum bíl án nokkurrar sérstakrar áætlunar um hvert ferðinni væri heitið eða hvar ætti að á. Dag einn, um það leyti sem hann var að verða ferðbúinn, kom hann auga á föður sinn í mannþrönginni á götunni og hnykkti við að sjá einmanaleikann sem skein út úr þessu vel þekkta andliti. Hann fór því til móts við föður sinn og bauð honum upp á bjór. Svo, án nokkurs fyrirvara, sagði hann: ,,Komdu með mér í ferðina, pabbi. Við skulum eyða sumrinu saman.” Þó það kæmi ekki vel við fjöl- skylduna, sem heima var, fóru þeir saman. Þeir tjölduðu saman, fóru í gönguferðir, sátu við sjóinn, könnuðu borgarstræti og sofandi þorp. ,,Á þessum tveim mánuðum lærði ég meira um son minn en ég hafði áður gert á 21 ári,” sagði faðirinn við mig. Það ætti að vera rúm í lífi allra fyrir ást af þessu tagi — kærleik sem er þess virði að honum sé fórnað talsverðum tíma sem við höldum að við megum ekki missa. Ástin þarf líka á heiðarleik að halda — ekki sífelldri gagnrýni sem setur út á hvað eina heldur hrein- skilni hjartans sem tekur til þess ósviknasta í okkur, líka þess ófull- komna. Þegar við erum ekki nógu hugrökk til að vera svona heiðarleg er það oft vegna þess að okkur fínnst við ekki verðskulda ástina. Við óttumst að athugul augu ástvinar okkar verði okkar innra sjálfi um megn. Þess vegna leggjum við okkur í framkróka að standa undir væntingum annarra. En djúp ást getur ekki dafnað á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.