Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 42

Úrval - 01.01.1982, Blaðsíða 42
40 ÚRVAL þannig rótum. Hún kemur í hlut þeirra sem þekkja sjálfa sig og eru tilbúnir að hætta á að vera þeir sjálfir. Þetta hugrekki veitir okkur göfgi, náskylda ást — en það er hæfileikinn til að taka aðra eins og þeir eru. Foreldrar mínir voru ólíkir. Mamma var fjörug, áköf og glæsileg. Pabbi var mildur, agaður, forsjáll og ánægður með lítið. Þessi munur var þeim stundum til trafala en þau brúuðu bilið með hlutum sem þau áttu sam- eiginlega — svo sem tónlist, garðyrkju, kirkjustarfi, bókum og fjölskyldulífi. Þegar við viðurkennum hve frá- brugðinn ástvinur okkar er okkur sjálfum finnum við að einmitt þessi mismunur gefur mannlegri vináttu dulúð og gleði. Það er heimskulegt að búast við fullkomnun; hún er ekki til. Lykillinn er að þekkja og gleðjast yfír hversu ólík við erum. Ástin þarfnast líka nokkurs sem ekki er eins augljóst, en það er hæfni til að veita frelsi. Það er eðlilegt að krefjast alls af þeim sem við unnum og að fínnast frelsi í hugsun annarrar persónu ekki eiga rétt á sér og orka eins og flóðgátt í stíflugarði. En við verðum að læra að við eigum ekki þann sem við elskum og ástin má ekki vera svo eigingjörn að enginn annar komist að í lífí okkar. Á fyrstu hjúskaparárum mínum var ég eins og margar aðrar ungar eigin- konur. Ég vildi hafa manninn minn út af fyrir mig. í fyrstu ferð okkar til fjölskyldu hans komst ég að því að til voru hlutir sem karlmenn gera saman og aðrir sem ætlast er til að konur geri saman. Tengdafaðir minn tók mitt vanalega sæti, framsædð í bílnum, við hlið mannsins míns, og þeir tveir fóru oft út saman og skildu mig eftir hjá konunum. Ég kvartaði og gerði eiginmanninn óánægðan. Hann var í klemmu milli mín og fólksins sem hann unni. En hin vitra tengdamóðir mín sagði: ,,Þið farið fljótt heim aftur. Ekki skemma fyrir honum dagana hér. Að vera með föður sínum er hluti af lífi hans; að vera með þér er annar hluti. Vertu ánægð með hvort tveggja.” Að lokum: ástin þarf á orðum að halda til að vera raunveruleg. Án orða er ekki hægt að leysa deilur, særindum verður ekki eytt, við höfum ekki afl til að skiptast á þeim upplýsingum sem máli skipta fyrir líf okkar. ,,En, hvað á ég að segja?" spurði fálátur kunningi minn mig í kvörtunartón. ,,Hvað segirðu þegar þér er kalt eða of heitt?” spurði ég hann á móti. ,,Þú segir: Mér er kalt eða mér er heitt. Þú hugsar þig ekki lengi um áður en þú kemur orðum að því. Sama ætti að gilda um ástina. Ef þú ert staddur með einhverri sem þér þykir vænt um og hugsar með sjálfum þér: ,,mikið er ég glaður að eiga hana,” skaltu líka segja: „mikið er ég glaðurað eigaþig.” Stundum er að sjálfsögðu ekki svona auðvelt að koma boðskap til skila, það er flóknara og erfíðara að koma orðum að því, en við getum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.