Úrval - 01.01.1982, Page 43

Úrval - 01.01.1982, Page 43
VÖXTUR ÁSTARINNAR 41 byrjað á því að forma í setningar hugsanir sem koma til okkar beint og óbrenglaðar: ,,Ég er hreykinn afþér. Mér þykir vænt um að þú ert heima. Mér fínnst gott að við skulum vera saman.” Snerting er líka leið til að tjá ást. Klapp, atlot og annað sem gefur til kynna væntumþykju milli hjóna, foreldris og barns eða góðra vina eru sterkar sönnur ástar okkar. Það em margar leiðir til tjáskipta; mikil- vægast er að þekkja tilfinningar sínar og koma þeim til skila. Ef við van- rækjum það svíkjum við ástvini okkar um vitneskju ástarinnar og okkur sjálf um þá ánægju sem sú opinberun veldur. ÁST ER EKKI einföld athöfn. Hún er andrúmsloftið sem við lifúm í, lífs- löng vogun. I henni emm við alltaf að læra, uppgötva og þroskast. Það er ekki hægt að eyðileggja hana með einni yfírsjón eða vinna hana á andar- taki. Ást er andrúmsloft — andrúms- loft hjartans. ★ Margir fara í rúmið á kvöldin og velta fyrir sér tveim brennandi spurningum. Annar hópurinn spyr hvað verði um ódauðlega sál þeirra en hinn hvort bíllinn þeirra fari í gang næsta morgun. — L. P. Gary nokkur Kissel sneri aftur til vinnu sinnar hjá flugfélaginu Pacifíc Southwest Airlines eftir að hafa gengist undir hjartaaðgerð með ráðleggingar læknis síns í nesti. Þegar streita starfsins sótti að gekk Kissel fyrir einn yfirmanna sinna og sagði með rósemi: , .Læknirinn minn bannar mér að hlusta á gagnrýni. ’ ’ — N.M. Nokkrum vikum eftir heimsókn mína hjá gleraugnasérfræðingnum, sem tók að sér að útbúa ný gleraugu fyrir mig, fékk ég stórt umslag í póstinum. Innan í því var stór pappírsörk sem á stóð með fímm tommu háum stöfum: „GLERAUGUN ÞlN ERU TILBÚIN.” — P. H. Þegar ég var að passa börnin í næsta húsi rakst ég af tilviljun á minnislista húsmóðurinnar. Ég las hann annars hugar: þvo þvott, ryksuga, hringja í barnfóstruna og svo framvegis. Síðasta atriðið á list- anum var skrifað smærri stöfum en vel læsilegt: fela óstraujaða þvottinn. __D. L.

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.