Úrval - 01.01.1982, Page 44
42
ÚRVAL
^ÚT l\eimi lækjiavísiridanqa
LÍKAMSKLUKKAN VEKUR
ATHYGLI
Nýleg rannsókn á 30 krabbameins-
sjúklingum við University of Minne-
sota leiddi í ljós að tvö öflug krabba-
meinslyf hafa minni eitrunaráhrif ef
þau eru tekin á ákveðnum tímum
dagsins. Adriamycin gerir blóð-
frumunum minnstan skaða ef það er
tekið klukkan sex að morgni en
cisplatin veldur minnstri ógleði ef
það er tekið klukkan sex síðdegis. í
dýrarannsóknum hefur einnig komið
fram að hvort lyfíð um sig verkar best
á þeirri stundu sem eitrunaráhrif
þess eru minnst.
William Hrushesky, læknir í
Minnesota, segir að hér sé líkams-
klukkan að verki — þær breytingar
sem verða á mannslíkamanum jafn-
reglulega á hverjum tuttugu og
fjórum tímum eins og klukkan slær.
Hér er um að ræða atriði svo sem
líkamshita, fjölda blóðfruma og
frumuskiptingu. Vísindamenn
grunar að þar sem mörg krabba-
meinslyf verka þannig að þau ráðast á
frumuskiptinguna kunni lyfin að
verka best þegar krabbameinsfrumur
eru sem óðast að skipta sér en eðli-
legar líkamsfrumur eru í hvíld.
Hrushesky spáði því á fundi í Banda-
ríska krabbameinsfélaginu nýlega að
rannsóknir á líkamsklukkunni kynnu
að leiða til aukins öryggis og árangurs
í sambandi við alla lyfjagjöf, allt frá
penslíni til getnaðarvarnarpillu.
Úr Discover
HENDURNAR SEGJA FYRIR UM
SYKURSÝKI
Á tímum sífellt flóknari lækninga-
tækni hefur einföld greiningaraðferð
skotið upp kollinum til að minna
okkur á að læknislistin er ennþá list.
Einfalt próf á ungum sjúklingum sem
eru með stirða fingur getur auðveldað
að segja fyrir um hverjir þeirra séu lík-
legir til að verða fyrir augna- og
nýrnaskemmdum — en það eru
alvarlegustu fylgifiskar þessa sjúk-
dóms. Læknar geta þá reynt að fyrir-
byggja vandann með hæfilegri með-
höndlun út frá því.
í þessu prófi eru sjúklingarnir
látnir leggja lófana saman eins og í
bæn. Ef þeir geta ekki haldið
fingrunum beinum og látið þá
snertast að endilöngu er um að ræða
þann stirðleika sem bendir á
komandi hættu.
Það var fyrir tilviljun að þetta upp-
götvaðist. Það var fljótlega upp úr
1970 að Arlan L. Rosembloom við
University of Florida College of
Medicine gerði sér grein fyrir því að
ungir sykursýkisjúklingar voru með
þykkt, vaxkennt hörund á höndum
og stirða fingur. Það kom honum á