Úrval - 01.01.1982, Page 45

Úrval - 01.01.1982, Page 45
43 óvart að flnna hvergi minnst á þessi einkenni í fræðibókum. Síðan tóku tveir starfsbræður hans, Ante Grcic og Thomas Weber, eftir því að fjölmörg börn í sumarbúðum sykursjúkra höfðu þessi sömu einkenni. Læknarnir þrír ræddu þessa uppgötvun sín á milli, komu sér saman um prófunina og komust að því að 28 prósent krakkanna x sumar- búðunum voru með stífa fingur. Þeir gerðu uppskátt um þessa uppgötvun sína og þótt aðrir læknar tækju henni með tortryggni komust þeir brátt að raun um að þeir fundu hið sama í svipuðu hlutfalli sinna sjúklinga. Það var ekki erfítt eða kostnaðar- samt að þróa þetta próf eða koma því í notkun. Rosembloom þurfti sama og engu að kosta til og það litla sem með þurfti var kostað af klínískri rannsóknaráætlun bandarísku heil- brigðisyfirvaldanna. Úr New York Times NEI, ÞEIR SKJÓTA EKKI HESTA Hestar eru skotnir þegar þeir fótbrotna — eða hvað? Nei, þeir eru ekki skotnir — ekki nú til dags. í Nýja-Englandi er risinn upp dýra- spítali þar sem dýralæknarnir nota skrúfur, málmplötur og kolvetnis- trefjar til að lækna hross með alvarleg fótamein. ,,Við gerum að tveimur til þremur brotum á viku að meðaltali, yfirleitt eftir íþróttaviðburði,” segir Gustave E. Fackelman, prófessor í skurðlækningum þar við spítalann og einn fremsti vísindamaðurt Banda- ríkjanna hvað snertir fætur á hestum. Hann er upphafsmaður aðferðar sem hann kallar „innri festingu” og hefur verið að betrumbæta hana nú nokkur undanfarin ár með þeim ágæta árangri að ferill margs góðhestsins hefur lengst til muna. — Sem dæmi má nefna að veðhlaupahrossið Peat Moss hefur keppt í 22 hlaupum og fært eigendum sínum fast að þrjú hundruð þúsund dollara síðan Fackelman læknaði það af fótbroti. — „Áður,” segir Fackelman, ,,var hægt að láta beinbrot gróa en litlar líkur voru til að hesturinn yrði jafn- góður eftir. Það var hægt að bjarga gripnum en ekki afreksgripnum. ” Það er ekkert auðvelt verk að vinna þvílíka aðgerð á hrossi. Fyrst er skepnunni gefið róandi lyf, síðan er hún sprautuð með vöðvaslakandi lyfi. Við það lyppast hún niður og er þá svæfð og ekið inn á skurðstofuna. Þar velta læknarnir henni yfir á bólstrað borð og stinga slöngu niður barkann til að halda öndunarveginum opnum. Stundum er hún líka tengd við öndunarvél. Svæfxngarlæknir fylgist með blóðþrýstingi, hjartslætti og augnaviðbrögðum. Venjuleg aðgerð stendur einn eða tvo ldukku- tíma en tuttugu til fjörutíu og fimm mínútum seinna er hesturinn vana- lega risinn á fætur. Fjórum dögum seinna fær sjúklingurinn að fara heim. Þá hefst endurhæfing, þar sem sund hefur reynst mjög vel, og að' henni lokinni er veðhlaupahesturinn

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.