Úrval - 01.01.1982, Page 46

Úrval - 01.01.1982, Page 46
44 ÚRVAL iðulega kominn aftur á hlaupabraut- ina eftir fjóra mánuði til ár. AP FÖSTURLÆKNINGAR Þróuð tækni hefur nú gert lækna- vísindunum kleift að fást við viðkvæmustu sjúklingana — ófædd fóstur — með sívaxandi nákvæmni. Nýlega tókst læknunum Mitchell Golbus, Michael Harrison og Roy Filly við University of California í San Francisco giftusamlega að lækna fóstur sem þjáðist af þvagstíflu. Hefði þetta ekki komið til hefði lífí fóstursins verið mikil hætta búin. Lýsing á aðgerðinni er væntanleg í The American Journal of Obsterics and Gynecology. Við hátíðnirannsókn á konu sem gekk með tvíbura kom í ljós að karlkyns fóstur í móðurlífi hennar var með þvagstíflu sem gat leitt til banvænnar þvagsöfnunar í blöðru og nýrum. Læknarnir stungu þá holnál inn í móðurlífíð og notuðu hátíðni- tæki til að vísa sér leið og tókst þannig að komast með þvagpípu inn í blöðru fóstursins. Við aðra tilraun tókst að láta þvagpípuna tolla á réttum stað þannig að þvagið flæddi eins og vera ber út í líknarbelginn allt fram að fæðingu. Tvíburarnir fæddust heilu og höldnu 10. maí 1981 og heilsaðist vel. Læknarnir hyggjast laga þvag- stífluna varanlega áður en sveinninn verður ársgamall og telja hann ekki munu bera neitt mein af þessu í framtíðinni. Science News Á þeim árstíma þegar rósirnar standa í fullum skrúða finnum við í fjölskyldunni oft staka rós liggja á gröf Harolds bróður míns sem dó úr Hodgkinsveiki 19 ára gamall. Þrem árum eftir dauða hans vissum við ekki enn hver sýndi honum þennan virðingarvott. En svo komumst við að leyndarmálinu. Eigandi þvottahúss staðarins leyfði Harold að fara í sendiferðir fyrir sig þegar honum fannst hann hafa nóg þrek til þess. Á einum stað sem hann kom reglulega á gaf hann sér alltaf tíma til að dást að garði viðskiptavinarins. Frúin sem átti hann bauð Harold margoft vönd en hann þáði aðeins eitt blóm sem hann setti annaðhvort í hnappagatið eða stakk í hattinn sinn sér til ánægju yfir daginn. Frá því að hann dó hefur þessi elskulega kona öðru hverju lagt eina rós á gröf hans vegna þess að , ,Harold vildi aðeins eitt blóm”. Fjölskylda Harolds fínnur til þakklætis og hlýju yfír því að meira að segja núna, tuttugu árum eftir að hann dó, er hans minnst á þennan hátt. — V.N.P.

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.