Úrval - 01.01.1982, Page 48

Úrval - 01.01.1982, Page 48
46 ÚRVAL Breytt útlit getur verið uppörvandi en verið á verði gagnvart óvönduðum vinnubrögðum. FEGRUNARAÐGERÐIR — Leslie Watkins — KKJA .*•------ * * * nokkur í '(!)■ Manchester, 42 ára >j) gömul, sem kvíðir því að fara að standa á eigin fótum, fer í andlits- lyftingu sem eyðir aldurshrukkum. Einkaritari í Bristol, 19 ára gömul, gengst undir aðgerð til að minnka hið gríðarstóra nef hennar. Húsmóðir í Oxford, 32 ára, óttast að hún hafi misst „kvenleik” sinn þegar brjóst hennar slöknuðu heilmikið eftir að hún hafði haft þriðja barn sitt á brjósti. Hún lætur lagfæra þau og fær sjálfstraust á ný. Ungur maður í London, 21 árs, tekur mikilvægt skref 1 þá átt að binda enda á kvalafulla feimni — með því að láta lagfæra , ,flugeyrun’ ’. Ekkert af þessu fólki er ríkt, frægt eða sérlega bágstatt. Það þarf ekki að óttast sviðsljósið eins og Cilla Black sem fór í nefaðgerð til að ganga betur í augun á áhorfendum. Samt lagði það á sig fyrirhöfnina, óþægindin og kostnaðinn, sem er töluverður, við fegrunaraðgerð á einkastofnunum. Af hverju? Einn félagi í British Association of Plastic Surgeons (BAPS) (Félag breskra lýtalækna) segir: „Mörgum frnnst sem eitthvað í útliti þeirra valdi vanda. Það dregur úr sjálfs- öryggi og getur valdið alvarlegum hegðunarvandamálum. Sumir þróa með sér minnimáttarkennd sem hamlar því að þeir geti lifað eðlilegu lífi. í slíkum tilfellum getur fegmnar-

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.