Úrval - 01.01.1982, Side 49

Úrval - 01.01.1982, Side 49
FEGR UNARAÐGERÐIR 47 aðgcrð verið uppörvandi fyrir andlega heilsu — burtséð frá því að hún breyti útliti til hins betra. Prófessor James Calnan við Hammersmith sjúkrahúsið í London, eini prófessorinn í fegrunar- lækningum í Bretlandi, segir að eftir- spurn eftir fegrunaraðgerðum hafi vaxið gífurlega í Bretlandi síðastliðin tíu ár. 85 læknar National Health Service — NHS — hafa ráðgjafar- þjónustu í sambandi við opinbera heilsugæsluþjónustu og hafa ekki getað fullnægt eftirspurn. Þess vegna hafa einkastofur þotið upp eins og gorkúlur þar sem þúsund aðgerðir em gerðar árlega og kostnaðurinn við þær er meira en 15 milljónir íslenskra króna. Þessi þróun hefur vakið reiði meðal sérfræðinga. Ein ástæðan er sú að einkastofur, sem ófaglært fólk rekur eða starfar á, hafa leyfí til að auglýsa meðan heilbrigðisráðuneytið bannar læknum að gera það. Með aug- lýsingunum komast einkastofurnar í samband við einstaklinga sem em reiðubúnir að borga háar fjárhæðir -— algengt verð fyrir að nema hnúð af nefi er 12 þúsund krónur og 17.250 krónur fyrir andlitslyftingu. Skurðlæknar sem starfa við þessar einkastofur hagnast vel á ástandinu. Læknar NHS líta á þetta sem ógnun við tilveru sína. Prófessor Calnan segir: ,,Eina leiðin fyrir lækna NHS til að auka tekjur sínar er að hafa einkarekstur, meðfram því hafa þeir tilhneigingu til að saka einkastofur, sem hafa leyfi til að auglýsa, um að taka frá þeim sjúklinga.” Læknir í NHS hefur í gmnnlaun 247.500 krónur til 315.000 krónur á ári; skurðlæknir á einkastofu getur haft 15.000 krónur á viku. Versta hliðin Þó er annað í þessu máli sem er mikilvægara en það hvert sjúklingar leita sér hjálpar. Siðferðisnefnd breska læknasambandsins segir að margir sjúklingar hafi verið sviknir af , .fúskurum” og kann margar sögur af hörmulegum og hættulegum skurð- lækningum. Forseti nefndarinnar, dr. Michael Thomas, segir: „Mörg fyrirtækjanna sem auglýsa fegmnaraðgerðir reyna að gera sér mat úr áhyggjum fólks — bara til að hagnast á mjög svo ábata- sömum viðskiptum. Fólk sem leitar til þessara stofnana veit oft mjög lítið um skurðlækningar. Það er líka ósennilegt að læknar þar viti ákveðna þætti í sjúkrasögu sjúklinganna, þætti sem myndu gera aðgerð ónauð- synlega eða jafnvel mjög varasama ef þær væm ljósir.” Einkastofúr sem eru vandar að virðingu sinni taka svona ásakanir óstinnt upp. Einn þessara lækna, sem hefur hlotið viðurkenningu á al- þjóðavettvangi og starfar á stofu sem auglýsir mikið, segir: „Þessi vandi hefur verið blásinn út vegna þess að siðferðisnefnd breska lækna- sambandsins hefúr verið notuð til að etja saman tveim ólíkum hliðum

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.