Úrval - 01.01.1982, Side 50

Úrval - 01.01.1982, Side 50
48 ÚRVAL þessarar starfsemi. Það er nauðsynlegt að Bretland hafi fullkomnar stofur til að halda uppi vönduðum vinnu- brögðum.” Þar á móti vill hann gagnrýna þær opinberu reglur sem leyfa ,,næstum því hvaða Pétri og Páli sem er, og enga þjálfun hafa hlotið í fegrun- arlækningum, að gera þvílíkar aðgerðir”. Nú fyrst er í Bretlandi farið að ræða um þjálfun, sérstaklega ætlaða fegrunarlæknum. Hvernig hefur þetta gerst? Flestar fegrunarlækningar hafa það ekki að marki að láta fólk líta unglegar út eða gera það laglegra. Félag breskra lýtalækna segir: ,,Um 80% allra aðgerða í Bretlandi eru til að endurbyggja andlit eða líkams- hluta sem hafa skemmst af sjúkdómum eða slysum — eins og að græða húð á brunasjúklinga eða lagfæra fæðingargalla svo sem skarð í vör. ’ ’ Stöðug framför Nútíma skurðlækningar til að endurbyggja líkamshluta spruttu upp úr tilraunum til að laga slasaða í fyrri heimsstyrjöldinni. í seinni heims- styrjöldinni voru margir skurðlæknar þjálfaðir í plastiskum skurðlækning- um (í þessu sambandi þýðir plastisk mótun eða endurbygging vefja). Með fullkomnari deyfingarlyfjum og þró- aðri skurðáhöldum náðist frábær árangur í að endurbyggja skemmda líkamshluta og úr lagi færða andlits- drætti sem gerði kleift að hægt var að hjálpa þúsundum særðra. Einn sá merkasti í hópi þessara skurðlækna var sir Archibald Mclndoe. I sept- ember ár hvert koma félagar klúbbsins Guinea Pig Club sérstak- lega saman til að heiðra minningu hans en þeir eru fyrrverandi flug- menn og sjúklingar sir Archibalds Mclndoes. Vegna þess árangurs sem Mclndoe náði varð brátt augljóst að tæknin sem notuð var til að endurbyggja líkama gat einnig hjálpað ,,heil- brigðu” fólki til að líta unglegar og betur út. Á árunum eftir stríð fengu margar filmstjörnur sitt töfrandi útlit með hjálp fegrunaraðgerða. Fyrir- mynd þeirra hefur leitt til þess að aðrir, sem óánægðir eru með útlit sitt, hafa leitað bóta hjá skurðlækn- um, svo mikið að NHS hefur ekki séð fram úr því. Sumar aðgerðir hafa haft alvarlegar afleiðingar. í fjögur ár varð lítil stúlka að bíða eftir því að útstæð eyru hennar væru löguð. Á þessum tíma þróaði hún með sér sálræn vandamál þegar óvingjarnlegir krakkar upp- nefndu hana og kölluðu hana Fíl og Eyrnaprúðu. 16 ára stúlka þurfti á plastiskri aðgerð að halda til að minnka brjóstin áður en hún gat snúið sér í alvöru að ballett sem atvinnu. Henni var sagt að hún yrði að bíða í tíu ár áður en læknar NHS teldu aðgerðina nauðsynlega. Til allrar gæfu fyrir hana frétti Calnan prófessor um vanda hennar og þar sem hann leit þannig á að málið væri

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.